Fótbolti

Freyr: Okkar hugarfar og okkar færni mun færa okkur sigur á morgun

Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar
Freyr Alexandersson er bjartsýnn fyrir leikinn á morgun.
Freyr Alexandersson er bjartsýnn fyrir leikinn á morgun. Vísir/Vilhelm
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, segir að staðan á landsliðshópi Íslands sé mjög góð. Allir klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Sviss á morgun. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Frey og tveimur leikmönnum landsliðsins, Glódísi Perlu og Sif Atladóttur, í dag.

„Staðan á hópnum er eins góð og kostur er á. Það eru allir heilir heilsu. Endurheimptin hefur gengið gríðarlega vel. Það er góður andi í hópnum, allir andlega tilbúnir í verkefnið. Engin veikindi komið upp og verða ekki. Við erum bara í toppstandi.“

Þá var Freyr spurður út í líðan ungu stelpnanna, Ingibjargar Sigurðardóttur og Öglu Maríu Albertsdóttur, sem spiluðu leikinn gegn Frakklandi.

„Þessar stelpur þær fljúga bara með okkur og niður aftur. Við erum bara öll á sömu bylgjulengd. Ég held þær hafi notið þess mjög að taka þátt í verkefninu og frammistaðan góð eins og við sáum öll á vellinum. Mjög jarðbundnar stúlkur sem eru einbeittar á að njóta hvers dags fyrir sig.“

Freyr var spurður út í fyrri leiki Íslands gegn Sviss, meðal annars þann fyrsta undir hans stjórn sem tapaðist 2-0. 

„Ég hef trú á því að okkar hugarfar og okkar færni mun færa okkur sigur á morgun.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×