Búist er við að búið verði að fjarlægja bílinn, sem ekið var upp Esjuna, í kvöld ef allt gengur eftir. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Enn hefur ekki náðst í eiganda bílsins. Bíllinn er staðsettur í um 400 metra hæð. Aðspurður hver næstu skref verða, segir Ásgeir að byrjað verði á því að reyna að ná í eiganda bílsins og fá lykla. Annars muni þeir að taka af skarið sjálfir.
„Við þurfum að gera eitthvað í þessu í dag sýnist mér,“ segir Ásgeir.
Töluverð náttúruspjöll eru á staðnum eftir bílinn. Dekkjaför eru sjáanleg og eru þau mest þar sem hann er fastur. Aðspurður segir Ásgeir að ekki sé auðvelt að komast að þessu. Hann hafi ekki farið á staðinn sjálfur en hann hafi séð myndir.
Stefna á að fjarlægja bílinn úr Esjunni í dag
Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
