Spice selt utan fangelsisveggja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Spice er manngert kannabis og getur tekið nánast hvaða form sem er. Algengast er að það sé líkt eftir kryddi og þaðan kemur nafnið. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að fíkniefnið Spice, sem hingað til hefur nánast eingöngu verið notað af föngum, sé komið út fyrir veggi fangelsa hér á landi og sé að ná almennri útbreiðslu á íslenskum fíkniefnamarkaði. Efnið er stórhættulegt og hefur dregið fjölmarga til dauða, en í janúar síðastliðnum þurfti að kalla til sjúkrabíl eftir að þrír fangar á Litla-Hrauni misstu meðvitund vegna ofskömmtunar af Spice. Spice er nýjasta tískudópið á Litla-Hrauni, en hefur ekki náð miklum vinsældum utan fangelsisins. Samkvæmt eftirgrennslan Fréttablaðsins er talsvert um sölu Spice á Facebook. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, segist taka eftir söluaukningu á Spice utan fangelsanna, sem sé mikið áhyggjuefni. Blaðamannafundur. Lögregla. Birna Brjánsdóttir. Mannshvarf. GrÃmur GrÃmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuvísir/anton brink„Þetta er eitthvað sem var hægt að sjá fyrir. Fangelsin endurspegla svolítið það sem mun gerast í þjóðfélaginu, því neysla á nýjum fíkniefnum hefst oftast fyrst í fangelsum, og svo er bara tímaspursmál hvenær þau eru komin inn í samfélagið. Þetta er bara þróunin og það eru allar líkur á því að Spice verði að faraldri,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir að til séu mörg hundruð tegundir af Spice. Fíkniefnið sé manngert og því ómögulegt að vita hvaða efni séu sett í það. „Þetta er mjög hættulegt efni og við hjá Afstöðu höfum miklar áhyggjur af þessu. Við erum til dæmis að sjá það í fangelsunum að það er verið að kalla til lækna og menn eru að fara í hjartastopp, og það verður mjög alvarlegt þegar þetta dóp verður að faraldri á Íslandi,“ segir Guðmundur Ingi hjá Afstöðu. Spice telst til löglegra efna hér á landi, en listi yfir ólögleg fíkniefni hefur ekki verið uppfærður frá 2001. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir að þar af leiðandi séu þessi fíkniefni ekki haldlögð..Hann segist vita til þess að efnið sé í dreifingu, en ekki hvort það hafi náð mikilli dreifingu. „Þessar upplýsingar byggi ég bara á því sem er að koma inn til okkar. Spice er ekki á lista yfir ólögleg fíkniefni og þar af leiðandi væri ekkert sem við gætum gert í því – það er ekkert til að leggja hald á. Það er hins vegar eitthvað sem er alveg hægt að gagnrýna, það hvað efni eru lengi að komast inn á þennan lista,“ segir Grímur. Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns, segir að sífellt sé verið að auka eftirlit með notkun efnisins. Starfsfólk sé með meiri kunnáttu og þekkingu á meðhöndlun þess en áður. „Við þekkjum betur einkenni manna sem eru undir áhrifum og erum vakandi fyrir ákveðnum hlutum sem við erum að finna í klefunum og geta mögulega verið Spice,“ segir Halldór. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Vísbendingar eru um að fíkniefnið Spice, sem hingað til hefur nánast eingöngu verið notað af föngum, sé komið út fyrir veggi fangelsa hér á landi og sé að ná almennri útbreiðslu á íslenskum fíkniefnamarkaði. Efnið er stórhættulegt og hefur dregið fjölmarga til dauða, en í janúar síðastliðnum þurfti að kalla til sjúkrabíl eftir að þrír fangar á Litla-Hrauni misstu meðvitund vegna ofskömmtunar af Spice. Spice er nýjasta tískudópið á Litla-Hrauni, en hefur ekki náð miklum vinsældum utan fangelsisins. Samkvæmt eftirgrennslan Fréttablaðsins er talsvert um sölu Spice á Facebook. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, segist taka eftir söluaukningu á Spice utan fangelsanna, sem sé mikið áhyggjuefni. Blaðamannafundur. Lögregla. Birna Brjánsdóttir. Mannshvarf. GrÃmur GrÃmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuvísir/anton brink„Þetta er eitthvað sem var hægt að sjá fyrir. Fangelsin endurspegla svolítið það sem mun gerast í þjóðfélaginu, því neysla á nýjum fíkniefnum hefst oftast fyrst í fangelsum, og svo er bara tímaspursmál hvenær þau eru komin inn í samfélagið. Þetta er bara þróunin og það eru allar líkur á því að Spice verði að faraldri,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir að til séu mörg hundruð tegundir af Spice. Fíkniefnið sé manngert og því ómögulegt að vita hvaða efni séu sett í það. „Þetta er mjög hættulegt efni og við hjá Afstöðu höfum miklar áhyggjur af þessu. Við erum til dæmis að sjá það í fangelsunum að það er verið að kalla til lækna og menn eru að fara í hjartastopp, og það verður mjög alvarlegt þegar þetta dóp verður að faraldri á Íslandi,“ segir Guðmundur Ingi hjá Afstöðu. Spice telst til löglegra efna hér á landi, en listi yfir ólögleg fíkniefni hefur ekki verið uppfærður frá 2001. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir að þar af leiðandi séu þessi fíkniefni ekki haldlögð..Hann segist vita til þess að efnið sé í dreifingu, en ekki hvort það hafi náð mikilli dreifingu. „Þessar upplýsingar byggi ég bara á því sem er að koma inn til okkar. Spice er ekki á lista yfir ólögleg fíkniefni og þar af leiðandi væri ekkert sem við gætum gert í því – það er ekkert til að leggja hald á. Það er hins vegar eitthvað sem er alveg hægt að gagnrýna, það hvað efni eru lengi að komast inn á þennan lista,“ segir Grímur. Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns, segir að sífellt sé verið að auka eftirlit með notkun efnisins. Starfsfólk sé með meiri kunnáttu og þekkingu á meðhöndlun þess en áður. „Við þekkjum betur einkenni manna sem eru undir áhrifum og erum vakandi fyrir ákveðnum hlutum sem við erum að finna í klefunum og geta mögulega verið Spice,“ segir Halldór.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira