Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. júlí 2017 15:17 Skipin setja út léttbáta og sigla með farþega að landi. vísir/jón pétursson Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. Félagið, Bjargtangi, hefur sent umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun formlegt erindi þess efnis.Meiri umferð fylgi meiri slysahætta „Við óttumst mest að þarna verði slys. Þetta er þannig svæði að ef olía fer í sjóinn að þá er ekki hægt að hreinsa hana upp. Því fleiri skip, því meiri er slysahættan og áhættan. Við erum að tala um fleiri hundruð tonn af olíu í hverju skipi, og skipin brenna svartolíu, sem er það versta sem fer í sjóinn og fjörurnar,“ segir Jón Pétursson, formaður Bjargtanga. Hann vill að reglur verði settar sem takmarki siglingar skipa nærri landi.Látrabjarg og nágrenni er nú þegar í friðlýsingarferli og landeigendur eru uggandi yfir þessum siglingum. Þeir segja ekki hægt að bíða eftir að ferlið klárist.vísir/jón pétursson„Við förum fram á reglur eða lög sem takmarka nálægðina. Skipin megi þá koma ákveðið að landinu, um tvær sjómílur, sem er alveg nóg. Þeim munar ekkert um það að sigla aðeins lengra á þessum léttu bátum til að komast upp á land.“Ágangur ferðamanna of mikillFyrr í dag var fjallað um fjölda skemmtiferðaskipa við Hornstrandir, þar sem ferðaþjónustuaðili lýsti yfir þungum áhyggjum. Jón segir þessa stöðu uppi víðast hvar og segir ágang ferðamanna orðinn allt of mikinn. Aðspurður segir Jón að um fjögur til fimm skemmtiferðaskip sigli undir Látrabjarg í viku hverri, og að stundum séu farþegarnir hátt í þrjú hundruð talsins. „Það segist eins og er að þetta er orðið helvíti mikið. Þetta truflar allt dýralíf, fugl, sel og annað – það segir sig bara sjálft,“ segir Jón. Látrabjarg er nú í friðlýsingarferli, en Jón segir landeigendur uggandi yfir þessum siglingum. Því sé ekki sé hægt að bíða eftir að ferlið klárist til þess að hægt verði að setja reglur. Ráðherra þurfi að beita sér fyrir því hið fyrsta. Landeigendurnir leggja til að farþegaskip fái ekki að koma nær landi en tveimur sjómílum, og umferð léttbáta, gúmmíbáta og annarra smábáta verði háð leyfi landeigenda. Fiskibátum verði hins vegar heimil för líkt og áður.Nálægðin er of mikil, segir Jón.vísir/jón Pétursson Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. Félagið, Bjargtangi, hefur sent umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun formlegt erindi þess efnis.Meiri umferð fylgi meiri slysahætta „Við óttumst mest að þarna verði slys. Þetta er þannig svæði að ef olía fer í sjóinn að þá er ekki hægt að hreinsa hana upp. Því fleiri skip, því meiri er slysahættan og áhættan. Við erum að tala um fleiri hundruð tonn af olíu í hverju skipi, og skipin brenna svartolíu, sem er það versta sem fer í sjóinn og fjörurnar,“ segir Jón Pétursson, formaður Bjargtanga. Hann vill að reglur verði settar sem takmarki siglingar skipa nærri landi.Látrabjarg og nágrenni er nú þegar í friðlýsingarferli og landeigendur eru uggandi yfir þessum siglingum. Þeir segja ekki hægt að bíða eftir að ferlið klárist.vísir/jón pétursson„Við förum fram á reglur eða lög sem takmarka nálægðina. Skipin megi þá koma ákveðið að landinu, um tvær sjómílur, sem er alveg nóg. Þeim munar ekkert um það að sigla aðeins lengra á þessum léttu bátum til að komast upp á land.“Ágangur ferðamanna of mikillFyrr í dag var fjallað um fjölda skemmtiferðaskipa við Hornstrandir, þar sem ferðaþjónustuaðili lýsti yfir þungum áhyggjum. Jón segir þessa stöðu uppi víðast hvar og segir ágang ferðamanna orðinn allt of mikinn. Aðspurður segir Jón að um fjögur til fimm skemmtiferðaskip sigli undir Látrabjarg í viku hverri, og að stundum séu farþegarnir hátt í þrjú hundruð talsins. „Það segist eins og er að þetta er orðið helvíti mikið. Þetta truflar allt dýralíf, fugl, sel og annað – það segir sig bara sjálft,“ segir Jón. Látrabjarg er nú í friðlýsingarferli, en Jón segir landeigendur uggandi yfir þessum siglingum. Því sé ekki sé hægt að bíða eftir að ferlið klárist til þess að hægt verði að setja reglur. Ráðherra þurfi að beita sér fyrir því hið fyrsta. Landeigendurnir leggja til að farþegaskip fái ekki að koma nær landi en tveimur sjómílum, og umferð léttbáta, gúmmíbáta og annarra smábáta verði háð leyfi landeigenda. Fiskibátum verði hins vegar heimil för líkt og áður.Nálægðin er of mikil, segir Jón.vísir/jón Pétursson
Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57