Barcelona vann erkifjendur sína í Real Madrid, 3-2, í ICC-bikarnum, en leikið er í Bandaríkjunum. Fleiri lið eru þar við keppni eins og til að mynda Manchester City og Tottenham.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Real Madrid því einungis eftir sjö mínútna leik þá var staðan orðin 2-0 fyrir Börsungum. Mörkin skoruðu þeir Lionel Messi á 4. mínútu og svo þremur mínútum síðar Ivan Rakitic.
Þá vöknuðu Madrídingar hins vegar og náðu að jafna fyrir hlé með mörkum frá Mateo Kovavic og Marco Asensio. Staðan jöfn í hálfleik, 2-2.
Eina mark síðari hálfleiks og þar af leiðandi sigurmarkið skoraði Gerard Pique eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik, en bæði lið leyfðu mörgum leikmönnum að spila í nótt.
Pique hetjan gegn Real í nótt
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið









Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag
Fótbolti

Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum
Íslenski boltinn