Tónlistarkonan er á heimavelli á Barbados og fór alla leið í ár. Það eru fáir sem gætu borð þetta dress jafn vel og Rihanna.
Það vakti svo athygli þegar fyrrverandi kærasti söngkonunnar, Chris Brown, skildi eftir athugasemd við myndina á Instagram og voru aðdáendur fljótir að rakka hann niður og biðja hann um láta hana vera. Eins og margir muna var samband þeirra tveggja stormasamt og Brown lagði meðal annars hendur á söngkonuna ástsælu.
Eitt er víst og það er að Rihanna var sjóðandi heit um helgina!