Ekki pláss fyrir sjö feta mann í íslenska Eurobasket hópnum | 15 eftir í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 08:30 Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Vísir/Ernir Íslenska körfuboltalandsliðið mun ekki tefla fram tveimur sjö feta mönnum á Evrópumótinu sem hefst í Helsinki í lok mánaðarins eins og einhverjir sáu kannski í hillingum. Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson fækkuðu í gærkvöldi um fjóra í æfingahópnum sínum fyrir Eurobasket. Einn af þeim sem datt út er hinn 218 sentímetra hái miðherji Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Ragnar spilaði sem atvinnumaður á Spáni síðasta vetur en gekk til liðs við Njarðvík í sumar. Hinn 216 sentímetra hái Tryggvi Snær Hlinason er áfram í hópnum og möguleiki var því að tefla fram tveimur sjö feta leikmönnum á Eurobasket. Ragnar var með á Eurobasket fyrir tveimur árum en nú tekur Tryggvi væntanlega við hans stöðu í liðinu. Ragnar er ekki eini tveggja metra miðherji íslenska liðsins sem datt út úr hópnum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson verður heldur ekki meira með liðinu í sumar. Hinir tveir sem hafa lokið þátttöku sinni í verkefnum sumarsins eru ungu strákarnir Kári Jónsson og Kristinn Pálsson. Fjölmargir íslenskir landsliðsþjálfarar hafa í gegnum tíðina kvartað mikið yfir skort á hæð í landsverkefnum og það er því vissulega athyglisvert að það sé ekki pláss fyrir 218 sentímetra mann í Eurobasket hópnum í ár. Ragnar og Tryggvi hafa verið í kringum landsliðið síðustu ár en hafa engu að síður aðeins spilað einn A-landsleik saman. Sá leikur var í æfingamóti í Austurríki í ágúst í fyrra. Síðan þá hafa þeir aldrei verið báðir í hópnum í landsleik og það mátti því lesa úr því að valið stæði alltaf á milli þeirra tveggja. Möguleikinn á að þeir færu báðir með var lítill sem enginn. Í morgun hélt íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik í æfingaferð til Rússlands. Rússneska körfuknattleikssambandið hefur boðið liðinu að taka þátt í móti sem fram fer í borginni Kazan, sem er í um 720 km. fjarlægð austur af Moskvu. Mótið er fjögurra landa mót, sem er liður í undirbúningi liðanna sem taka þátt, fyrir lokamót EM, EuroBasket 2017.Liðin sem taka þátt auk Rússlands og Íslands eru lið Þýskalands og Ungverjalands. Landsliðsþjálfararnir völdu fjórtán menn i ferðina af þeim fimmtán sem eru enn í æfingahópnum en Axel Kárason er sá sem kemur til æfinga með hópnum á ný við heimkomuna.Þeir leikmenn sem fara til Rússlands eru eftirfarandi: 1 Martin Hermannsson Bakvörður 3 Ægir Þór Steinarsson Bakvörður 6 Kristófer Acox Framherji 8 Hlynur Bæringsson Miðherji 9 Jón Arnór Stefánsson Bakvörður 10 Elvar Már Friðriksson Bakvörður 12 Sigtryggur Arnar Björnsson Bakvörður 13 Hörður Axel Vilhjálmsson Bakvörður 14 Logi Gunnarsson Bakvörður 15 Pavel Ermolinskij Framherji 21 Ólafur Ólafsson Framherji 24 Haukur Helgi Pálsson Framherji 34 Tryggvi Snær Hlinason Miðherji 88 Brynjar Þór Björnsson Bakvörður EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið mun ekki tefla fram tveimur sjö feta mönnum á Evrópumótinu sem hefst í Helsinki í lok mánaðarins eins og einhverjir sáu kannski í hillingum. Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson fækkuðu í gærkvöldi um fjóra í æfingahópnum sínum fyrir Eurobasket. Einn af þeim sem datt út er hinn 218 sentímetra hái miðherji Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Ragnar spilaði sem atvinnumaður á Spáni síðasta vetur en gekk til liðs við Njarðvík í sumar. Hinn 216 sentímetra hái Tryggvi Snær Hlinason er áfram í hópnum og möguleiki var því að tefla fram tveimur sjö feta leikmönnum á Eurobasket. Ragnar var með á Eurobasket fyrir tveimur árum en nú tekur Tryggvi væntanlega við hans stöðu í liðinu. Ragnar er ekki eini tveggja metra miðherji íslenska liðsins sem datt út úr hópnum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson verður heldur ekki meira með liðinu í sumar. Hinir tveir sem hafa lokið þátttöku sinni í verkefnum sumarsins eru ungu strákarnir Kári Jónsson og Kristinn Pálsson. Fjölmargir íslenskir landsliðsþjálfarar hafa í gegnum tíðina kvartað mikið yfir skort á hæð í landsverkefnum og það er því vissulega athyglisvert að það sé ekki pláss fyrir 218 sentímetra mann í Eurobasket hópnum í ár. Ragnar og Tryggvi hafa verið í kringum landsliðið síðustu ár en hafa engu að síður aðeins spilað einn A-landsleik saman. Sá leikur var í æfingamóti í Austurríki í ágúst í fyrra. Síðan þá hafa þeir aldrei verið báðir í hópnum í landsleik og það mátti því lesa úr því að valið stæði alltaf á milli þeirra tveggja. Möguleikinn á að þeir færu báðir með var lítill sem enginn. Í morgun hélt íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik í æfingaferð til Rússlands. Rússneska körfuknattleikssambandið hefur boðið liðinu að taka þátt í móti sem fram fer í borginni Kazan, sem er í um 720 km. fjarlægð austur af Moskvu. Mótið er fjögurra landa mót, sem er liður í undirbúningi liðanna sem taka þátt, fyrir lokamót EM, EuroBasket 2017.Liðin sem taka þátt auk Rússlands og Íslands eru lið Þýskalands og Ungverjalands. Landsliðsþjálfararnir völdu fjórtán menn i ferðina af þeim fimmtán sem eru enn í æfingahópnum en Axel Kárason er sá sem kemur til æfinga með hópnum á ný við heimkomuna.Þeir leikmenn sem fara til Rússlands eru eftirfarandi: 1 Martin Hermannsson Bakvörður 3 Ægir Þór Steinarsson Bakvörður 6 Kristófer Acox Framherji 8 Hlynur Bæringsson Miðherji 9 Jón Arnór Stefánsson Bakvörður 10 Elvar Már Friðriksson Bakvörður 12 Sigtryggur Arnar Björnsson Bakvörður 13 Hörður Axel Vilhjálmsson Bakvörður 14 Logi Gunnarsson Bakvörður 15 Pavel Ermolinskij Framherji 21 Ólafur Ólafsson Framherji 24 Haukur Helgi Pálsson Framherji 34 Tryggvi Snær Hlinason Miðherji 88 Brynjar Þór Björnsson Bakvörður
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira