Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Pink Iceland er meðal fyrirtækja sem bjóða ferðamönnum að gifta sig á Íslandi. Mynd/Kristín María „Það er heilmikið vesen fyrir fólk að ætla að gifta sig hérna, það gerist ekki einn, tveir og þrír, það er mikil pappírsvinna í kringum það. Fólk leggur talsvert á sig til að fá giftingu hér á Íslandi,“ segir Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti. „Það hefur alltaf verið eitthvað um óskir erlendra aðila undanfarin ár að gifta sig og þetta hefur aukist með auknum ferðamannastraumi,“ segir Egill. Hann segir þetta þó ekki óviðráðanlegan fjölda hjá sér að minnsta kosti. Það vakti athygli í fréttunum fyrir helgi þegar brúðgumi frá Bandaríkjunum gifti sig á stuttermabolnum á Íslandi eftir að farangurinn hans týndist. Það par er eitt af mörgum sem hefur komið til Íslands gagngert í ár til að gifta sig. „Þetta eykst eiginlega ár frá ári, mögulega á þetta sömu uppsprettu og þessi aukni ferðamannastraumur,“ segir Steinar Harðarson hjá Siðmennt. „Það er mjög oft sem beðið er um að athafnir fari fram á einhverjum fallegum stöðum þar sem náttúran er í bakgrunni,“ segir Steinar. Steinar nefnir að meðal vinsælla staða séu svæðið við Gullfoss, Reynisfjara, Skógafoss og Jökulsárlón. „Þetta er mjög mikið á fallegum náttúrustöðum á Suðurlandi og jafnvel á Snæfellsnesi og í nágrenni Vatnajökuls,“ segir Steinar. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Suðurlandi fjölgar hjónavígslum erlendra aðila stöðugt. Framan af voru það mest Þjóðverjar og Bretar að giftast, en nú eru þjóðernin fleiri og mikið um að Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Rússar giftist hér á landi. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup Skálholtsumdæmis, finnur einnig fyrir aukningu. „Það er alveg hreinlega aukning, ég er fyrst og fremst á Þingvöllum og sé að það er þannig þar,“ segir Kristján. Kristján telur að bæði sé aukning í borgaralegum og kirkjuathöfnum. Hann segir að fólk einblíni á að gifta sig í fallegu umhverfi. „Fólk er ekki bara að leita að íslenskum litlum kirkjum, þótt sumum finnist þær krúttlegar, þetta snýst meira um tengsl við náttúruna. Athafnir eru í ýmsum kirkjum sem eru vinsælar en það er líka vegna þess að þær standa einhvers staðar á fallegu landi.“ Kristján telur að athafnir sem þessar geti haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á kirkjur í litlum sóknum. „Ég tel víst að ef fólk skilur eftir fé til kirkna þá sé það auðvitað plús. Eins og í Þingvallakirkju, þá segi ég við fólkið að það skuli gjarnan gefa kirkjunni og það eru tekjur sem koma inn. Það hefur örugglega jákvæð áhrif.“ Egill segir einnig að eitthvað sé um það að erlendir aðilar sem gifti sig í kirkjum hér á landi gefi kirkjunni peninga eftir það. Það breyti þó ekki fjárhag kirkna enda gifti sig ekki allir í sömu kirkjunni.Vinsælir staðir fyrir hjónavígslur: Gullfoss Reynisfjara Skógafoss Seljalandsfoss Hjálparfoss Kleifarvatn Dyrhólaey Jökulsárlón Kirkjufell Þingvellir Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
„Það er heilmikið vesen fyrir fólk að ætla að gifta sig hérna, það gerist ekki einn, tveir og þrír, það er mikil pappírsvinna í kringum það. Fólk leggur talsvert á sig til að fá giftingu hér á Íslandi,“ segir Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti. „Það hefur alltaf verið eitthvað um óskir erlendra aðila undanfarin ár að gifta sig og þetta hefur aukist með auknum ferðamannastraumi,“ segir Egill. Hann segir þetta þó ekki óviðráðanlegan fjölda hjá sér að minnsta kosti. Það vakti athygli í fréttunum fyrir helgi þegar brúðgumi frá Bandaríkjunum gifti sig á stuttermabolnum á Íslandi eftir að farangurinn hans týndist. Það par er eitt af mörgum sem hefur komið til Íslands gagngert í ár til að gifta sig. „Þetta eykst eiginlega ár frá ári, mögulega á þetta sömu uppsprettu og þessi aukni ferðamannastraumur,“ segir Steinar Harðarson hjá Siðmennt. „Það er mjög oft sem beðið er um að athafnir fari fram á einhverjum fallegum stöðum þar sem náttúran er í bakgrunni,“ segir Steinar. Steinar nefnir að meðal vinsælla staða séu svæðið við Gullfoss, Reynisfjara, Skógafoss og Jökulsárlón. „Þetta er mjög mikið á fallegum náttúrustöðum á Suðurlandi og jafnvel á Snæfellsnesi og í nágrenni Vatnajökuls,“ segir Steinar. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Suðurlandi fjölgar hjónavígslum erlendra aðila stöðugt. Framan af voru það mest Þjóðverjar og Bretar að giftast, en nú eru þjóðernin fleiri og mikið um að Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Rússar giftist hér á landi. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup Skálholtsumdæmis, finnur einnig fyrir aukningu. „Það er alveg hreinlega aukning, ég er fyrst og fremst á Þingvöllum og sé að það er þannig þar,“ segir Kristján. Kristján telur að bæði sé aukning í borgaralegum og kirkjuathöfnum. Hann segir að fólk einblíni á að gifta sig í fallegu umhverfi. „Fólk er ekki bara að leita að íslenskum litlum kirkjum, þótt sumum finnist þær krúttlegar, þetta snýst meira um tengsl við náttúruna. Athafnir eru í ýmsum kirkjum sem eru vinsælar en það er líka vegna þess að þær standa einhvers staðar á fallegu landi.“ Kristján telur að athafnir sem þessar geti haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á kirkjur í litlum sóknum. „Ég tel víst að ef fólk skilur eftir fé til kirkna þá sé það auðvitað plús. Eins og í Þingvallakirkju, þá segi ég við fólkið að það skuli gjarnan gefa kirkjunni og það eru tekjur sem koma inn. Það hefur örugglega jákvæð áhrif.“ Egill segir einnig að eitthvað sé um það að erlendir aðilar sem gifti sig í kirkjum hér á landi gefi kirkjunni peninga eftir það. Það breyti þó ekki fjárhag kirkna enda gifti sig ekki allir í sömu kirkjunni.Vinsælir staðir fyrir hjónavígslur: Gullfoss Reynisfjara Skógafoss Seljalandsfoss Hjálparfoss Kleifarvatn Dyrhólaey Jökulsárlón Kirkjufell Þingvellir
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira