Mark Arnórs Smárasonar dugði Hammarby ekki til þess að fá stig gegn Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 1-2, Häcken í vil.
Arnór var í byrjunarliði Hammarby sem og Birkir Már Sævarsson. Skagamaðurinn jafnaði metin í 1-1 á lokamínútunni en þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Paulinho Paulo José de Oliveira sigurmark Häcken.
Þetta var þriðja tap Hammarby í síðustu fjórum leikjum en liðið er í 9. sæti deildarinnar.
Nafnarnir Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Steindórsson voru báðir í byrjunarliði Sundsvall sem gerði 1-1 jafntefli við Östersund á heimavelli.
Sundsvall er í fjórtánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar með 16 stig, einu stigi frá öruggu sæti.
Elías Már Ómarsson lék síðustu 15 mínúturnar í 1-0 tapi IFK Göteborg fyrir Kalmar. Viktor Elm skoraði eina mark leiksins á 94. mínútu. Göteborg er í 11. sæti deildarinnar.
Arnór skoraði í grátlegu tapi Hammarby
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn
Enski boltinn



Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni
Íslenski boltinn


„Orðið sem ég nota er forréttindapési“
Handbolti


Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH
Íslenski boltinn