Eins og kom í ljós í dag mun FH leika við portúgalska liðið Braga um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í vetur.
„Þetta er mjög sterkt lið, þannig að líkurnar eru ef til vill ekki með okkur. En við sýndum gegn Maribor að við eigum að geta staðið í flestum liðum.“
Fyrri leikurinn fer fram í Kaplakrika 17. ágúst og Davíð er vongóður um að það hjálpi liðinu.
„Maður hefði haldið að það hefði verið betra að byrja úti en það er allur gangur á því hvernig það hefur verið hjá okkur,“ sagði hann.
„Það sem er gott í þessu einvígi þegar maður sterkum liðum eins og þessu er að það eru meiri líkur að ná úrslitum á heimavelli. Ef það gerist gæti komið pressa á þá fyrir leikinn úti. Ég vona allavega að það verði niðurstaðan.“
Davíð Þór: Eigum að geta staðið í flestum liðum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið





Sumardeildin hófst á stórsigri
Fótbolti





Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn