Fertugur Geisli í Súðavík Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2017 11:30 Egill Heiðar gekk á Bardaga við Álftafjörð í fyrradag, ásamt Önnu Lind Ragnarsdóttur, sem var einn af stofnfélögum Geisla þegar hún var 13 ára gömul og síðar formaður. Þarna sér inn í Álftafjarðarbotn. Mynd/Magnea Gísladóttir Ég átti heima í Grund í Súðavík þegar við réðumst í að stofna Ungmennafélagið Geisla sumarið 1977. Var búinn að læra félagsmálafræði í Samvinnuskólanum á Bifröst og vildi nýta það til að koma einhverju skemmtilegu í framkvæmd með áhugasömu fólki í minni heimabyggð,“ segir Egill Heiðar Gíslason, starfsmaður hjá Íbúðalánasjóði, sem var fyrsti formaður Geisla. „Það var mikill áhugi á fótbolta í Súðavík á þessum tíma, við höfðum aðstöðu á 40 metra þýfðu túni og allir aldurshópar af báðum kynjum æfðu þar. Fyrsta verkefni hins nýja félags var því að berjast fyrir almennilegum íþróttavelli. Svo var áhugi fyrir skák, borðtennis og síðan voru spilavist, jólatrésskemmtanir og fleira á dagskránni. Starfsemin þróaðist í allar áttir. Við héldum Geislahátíðir inni í Álftafjarðarbotni, þar var farið í gönguferðir, veitt og buslað í Seljalandsánni, sungið og dansað. Þetta voru skemmtilegar stundir.“ Stofnfélagar voru 37 af báðum kynjum, flestir innan við fertugt, að sögn Egils Heiðars sem segir félagið hafa elst vel og hafa verið haldið uppi af öflugu fólki. Hann segir Geisla hafa látið sig varða umhverfisvernd og marga hluti í heimabyggð og verið kjölfesta og lyftistöng í félagslífinu. Afmælisdagskráin hefst klukkan 14 í Samkomuhúsi Súðavíkur og þar verður dansað fram á rauðanótt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Ég átti heima í Grund í Súðavík þegar við réðumst í að stofna Ungmennafélagið Geisla sumarið 1977. Var búinn að læra félagsmálafræði í Samvinnuskólanum á Bifröst og vildi nýta það til að koma einhverju skemmtilegu í framkvæmd með áhugasömu fólki í minni heimabyggð,“ segir Egill Heiðar Gíslason, starfsmaður hjá Íbúðalánasjóði, sem var fyrsti formaður Geisla. „Það var mikill áhugi á fótbolta í Súðavík á þessum tíma, við höfðum aðstöðu á 40 metra þýfðu túni og allir aldurshópar af báðum kynjum æfðu þar. Fyrsta verkefni hins nýja félags var því að berjast fyrir almennilegum íþróttavelli. Svo var áhugi fyrir skák, borðtennis og síðan voru spilavist, jólatrésskemmtanir og fleira á dagskránni. Starfsemin þróaðist í allar áttir. Við héldum Geislahátíðir inni í Álftafjarðarbotni, þar var farið í gönguferðir, veitt og buslað í Seljalandsánni, sungið og dansað. Þetta voru skemmtilegar stundir.“ Stofnfélagar voru 37 af báðum kynjum, flestir innan við fertugt, að sögn Egils Heiðars sem segir félagið hafa elst vel og hafa verið haldið uppi af öflugu fólki. Hann segir Geisla hafa látið sig varða umhverfisvernd og marga hluti í heimabyggð og verið kjölfesta og lyftistöng í félagslífinu. Afmælisdagskráin hefst klukkan 14 í Samkomuhúsi Súðavíkur og þar verður dansað fram á rauðanótt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira