Gott að eiga eldri vini Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2017 11:45 Sveppi afslappaður þó að hann verði að fara að keyra af stað í veg fyrir Herjólf. Visir/Laufey Gætir þú hringt aðeins seinna. Ég er að pakka fyrir Vestmannaeyjaferð en get talað við þig á leiðinni til skips,“ segir Sveppi þegar ég falast eftir afmælisviðtali. Hann er á háheiðinni þegar ég slæ á þráðinn aftur og segir þar kjöraðstæður fyrir viðtal. Kveðst vera með hluta af fjölskyldunni í bílnum. „Ég er kominn með ungling, það verður að ferja hann til Eyja en peyjunum var skutlað upp í bústað til ömmu og afa. Þeir hafa það miklu betra þar.“ Þó Sveppi sé landsþekktur skemmtikraftur segist hann ekki ætla að skemmta neinum nema sjálfum sér í þessari ferð. Hann fer á Þjóðhátíð á margra ára fresti. „Ég fór síðast 2007, áður fór ég 2000 og þar áður 1993.“ En ætlar hann ekki að halda upp á fertugsafmælið? „Það verður nú eitthvað voða rólegt. Við verðum hjá vinafólki í Eyjum og það er aldrei að vita nema maður rífi tappann úr einni rauðri og borði góðan mat. Ég er enginn voðalegur afmælisstrákur sko. Held þó alltaf aðeins upp á afmælið, býð einhverjum í mat og svona, bara til að fagna því að tíminn er að líða. Svo verður konan mín fertug í nóvember, þá höldum við kannski partí.“ Sveppi er þekktur fyrir fíflagang og býst við að halda honum áfram þó í gamalli þulu um aldur mannsins standi „fertugur fullþroskaður“. „Ég hræðist aldurinn voða lítið, mér finnst bara gaman að verða fertugur. Svo á ég vin sem er fimmtugur og hann er ágætur og alveg hress. Það er stundum gott að eiga eldri vini, þá sér maður hvernig þetta verður. Ég er að fara til Íbísa að fagna fimmtugsafmælinu hans bráðum sem segir mér að það sé miklu meira stuð að verða fimmtugur.“ Önnur utanlandsferð er í kortunum því Sveppi elskar Rolling Stones og fer reglulega að hlusta á þá. „Þegar Stones ákveður að fara í tónleikaferðalag þá reynum við Ingvar bróðir alltaf að fara á stjá. Stones eru í Evróputúr og við þurfum bara að skjótast til Stokkhólms í október og sjá þá þar. Það verður geggjað.“ Nú er Sveppi beðinn að gera grein fyrir fjölskyldunni. „Unglingurinn hún Þórdís Katla verður fjórtán ára núna í ágúst. Bergur Ingi er tíu ára og svo er einn stubbur fimm ára sem heitir Arnaldur Flóki. Konan heitir Íris Ösp og er Bergþórsdóttir. Hún er fín. (Í lægri tón) Maður segir nú ekkert ljótt um hana meðan hún situr við hliðina á manni, maður verður að halda henni góðri!“ Sveppi heldur áfram akstrinum því hann þarf að ná austur í Landeyjahöfn áður en skipið leggur úr höfn. „Ég óska honum til hamingju með afmælið og kveðst búa til smá greinarstúf um hann. „Það er gott,“ svarar hann. „Þá getur mamma klippt eitthvað út og sett á ísskápinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Gætir þú hringt aðeins seinna. Ég er að pakka fyrir Vestmannaeyjaferð en get talað við þig á leiðinni til skips,“ segir Sveppi þegar ég falast eftir afmælisviðtali. Hann er á háheiðinni þegar ég slæ á þráðinn aftur og segir þar kjöraðstæður fyrir viðtal. Kveðst vera með hluta af fjölskyldunni í bílnum. „Ég er kominn með ungling, það verður að ferja hann til Eyja en peyjunum var skutlað upp í bústað til ömmu og afa. Þeir hafa það miklu betra þar.“ Þó Sveppi sé landsþekktur skemmtikraftur segist hann ekki ætla að skemmta neinum nema sjálfum sér í þessari ferð. Hann fer á Þjóðhátíð á margra ára fresti. „Ég fór síðast 2007, áður fór ég 2000 og þar áður 1993.“ En ætlar hann ekki að halda upp á fertugsafmælið? „Það verður nú eitthvað voða rólegt. Við verðum hjá vinafólki í Eyjum og það er aldrei að vita nema maður rífi tappann úr einni rauðri og borði góðan mat. Ég er enginn voðalegur afmælisstrákur sko. Held þó alltaf aðeins upp á afmælið, býð einhverjum í mat og svona, bara til að fagna því að tíminn er að líða. Svo verður konan mín fertug í nóvember, þá höldum við kannski partí.“ Sveppi er þekktur fyrir fíflagang og býst við að halda honum áfram þó í gamalli þulu um aldur mannsins standi „fertugur fullþroskaður“. „Ég hræðist aldurinn voða lítið, mér finnst bara gaman að verða fertugur. Svo á ég vin sem er fimmtugur og hann er ágætur og alveg hress. Það er stundum gott að eiga eldri vini, þá sér maður hvernig þetta verður. Ég er að fara til Íbísa að fagna fimmtugsafmælinu hans bráðum sem segir mér að það sé miklu meira stuð að verða fimmtugur.“ Önnur utanlandsferð er í kortunum því Sveppi elskar Rolling Stones og fer reglulega að hlusta á þá. „Þegar Stones ákveður að fara í tónleikaferðalag þá reynum við Ingvar bróðir alltaf að fara á stjá. Stones eru í Evróputúr og við þurfum bara að skjótast til Stokkhólms í október og sjá þá þar. Það verður geggjað.“ Nú er Sveppi beðinn að gera grein fyrir fjölskyldunni. „Unglingurinn hún Þórdís Katla verður fjórtán ára núna í ágúst. Bergur Ingi er tíu ára og svo er einn stubbur fimm ára sem heitir Arnaldur Flóki. Konan heitir Íris Ösp og er Bergþórsdóttir. Hún er fín. (Í lægri tón) Maður segir nú ekkert ljótt um hana meðan hún situr við hliðina á manni, maður verður að halda henni góðri!“ Sveppi heldur áfram akstrinum því hann þarf að ná austur í Landeyjahöfn áður en skipið leggur úr höfn. „Ég óska honum til hamingju með afmælið og kveðst búa til smá greinarstúf um hann. „Það er gott,“ svarar hann. „Þá getur mamma klippt eitthvað út og sett á ísskápinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira