Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Einar Ágústsson sem samkvæmt fyrirtækjaskrá var formaður stjórnar Zuism um skeið segir málefni trúfélagsins á viðkvæmu stigi. Hann var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik í júní. vísir/anton brink Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnenda trúfélagsins Zuism, hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna tafa á afgreiðslu Sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra á kröfu hans um að vera skráður forstöðumaður félagsins og að það verði skráð sem trúfélag. Tugmilljónir króna í sóknargjöldum til zúista liggja óútgreiddar hjá Fjársýslu ríkisins vegna ágreinings um yfirráð yfir trúfélaginu. Um þrjú þúsund manns skráðu sig skyndilega sem zúista í kjölfar þess að nýir menn í stjórn félagsins lýstu því yfir að félagsmenn myndu fá greidd út sóknargjöld sem ríkið tekur af skattfé og leggur trúfélögum til. Saga zúista er rakin í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar á þessu ári. Þar kemur fram að trúfélagið Zuism var stofnað í apríl 2013 og skrásett í fyrirtækjaskrá. Félagið hafi jafnframt fengið skráningu sem trúfélag hjá innanríkisráðuneytinu sem annaðist slíkar skráningar. Skráning trúfélaga og lífsskoðunarfélaga færðist 1. janúar 2015 til Sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra. Sá er upphaflega var skráður sem formaður Zuism hætti fljótlega afskiptum af félaginu og var tilkynnt um nýjan formann, Einar Ágústsson, til fyrirtækjaskrár á Þorláksmessu 2013. Átti Einar að veita félaginu forstöðu þar til Ágúst Arnar, bróðir hans, hefði aldur til að gegna embættinu. Þar sem sýslumaður fékk hins vegar ekki árlega skýrslu frá zúistum auglýsti embættið á árinu 2015 í Lögbirtingablaðinu eftir forstöðumanni eða stjórnarmönnum fyrir trúfélagið. Þá gaf Ísak Andri Ólafsson sig fram og var hann skráður forstöðumaður félagsins 1. júní 2015. Sú skráning var síðar felld úr gildi með úrskurði innanríkisráðuneytisins. Ísak Andri og meðstjórnendur hans voru með stjórnartaumana í félaginu þegar auglýst var það fyrirheit að greiða félagsmönnum út sóknargjöldin frá ríkinu. Upphaflegu stofnendur félagsins höfðuðu í nafni þess mál á hendur ríkinu og kröfðust þess að fá sóknargjöldin greidd. Byrjaði krafan í 5,3 milljónum króna en endaði í 32 milljónum. Ríkið var sýknað. „Eftir að skráning Ísaks Andra var felld úr gildi með úrskurði innanríkisráðuneytisins er nú enginn skráður forstöðumaður í félaginu, en sýslumaður hefur til meðferðar kröfu stefnanda um skráningu Ágústs Arnars Ágústssonar og hvort stefnandi uppfylli skilyrði þess að vera skráð trúfélag,“ sagði héraðsdómur. Dóminum var ekki áfrýjað. Samkvæmt Sýslumannsembættinu á Norðurlandi eystra er reiknað með að afstaða þess til kröfu Ágústs liggi fyrir á næstunni. Einar Ágústsson, sem var forstöðumaður trúfélagsins um skeið, segir að ekki hafi verið fjallað um málið á réttum nótum. „Þú ert reyndar fyrsti blaðamaðurinn til að hafa samband við stjórn félagsins og það er svo sem ágætis byrjun hjá þér en varðandi hvar þetta stendur er best að ræða við lögmann félagsins,“ segir Einar sem kveður málið enn á viðkvæmu stigi. Ekki fengust þó svör frá lögmanninum. Fjársýsla ríkisins stöðvaði greiðslur sóknargjalda til zúista í febrúar í fyrra þar sem ekki þótti liggja fyrir hver væri rétthafi í félaginu. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru samtals 2.845 manns skráðir undir Zuism miðað við 3.087 árið 2016. Það þýðir að í hverjum mánuði bætast tæplega 2,6 milljónir króna við sóknargjöld zúista sem bíða þess að verða greidd út ef og þegar félagsmenn greiða úr innri málum sínum. Ekki fengust upplýsingar frá Fjársýslu hver heildarfjárhæðin er nú orðin en gera má ráð fyrir að hún nálgist 50 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnenda trúfélagsins Zuism, hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna tafa á afgreiðslu Sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra á kröfu hans um að vera skráður forstöðumaður félagsins og að það verði skráð sem trúfélag. Tugmilljónir króna í sóknargjöldum til zúista liggja óútgreiddar hjá Fjársýslu ríkisins vegna ágreinings um yfirráð yfir trúfélaginu. Um þrjú þúsund manns skráðu sig skyndilega sem zúista í kjölfar þess að nýir menn í stjórn félagsins lýstu því yfir að félagsmenn myndu fá greidd út sóknargjöld sem ríkið tekur af skattfé og leggur trúfélögum til. Saga zúista er rakin í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar á þessu ári. Þar kemur fram að trúfélagið Zuism var stofnað í apríl 2013 og skrásett í fyrirtækjaskrá. Félagið hafi jafnframt fengið skráningu sem trúfélag hjá innanríkisráðuneytinu sem annaðist slíkar skráningar. Skráning trúfélaga og lífsskoðunarfélaga færðist 1. janúar 2015 til Sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra. Sá er upphaflega var skráður sem formaður Zuism hætti fljótlega afskiptum af félaginu og var tilkynnt um nýjan formann, Einar Ágústsson, til fyrirtækjaskrár á Þorláksmessu 2013. Átti Einar að veita félaginu forstöðu þar til Ágúst Arnar, bróðir hans, hefði aldur til að gegna embættinu. Þar sem sýslumaður fékk hins vegar ekki árlega skýrslu frá zúistum auglýsti embættið á árinu 2015 í Lögbirtingablaðinu eftir forstöðumanni eða stjórnarmönnum fyrir trúfélagið. Þá gaf Ísak Andri Ólafsson sig fram og var hann skráður forstöðumaður félagsins 1. júní 2015. Sú skráning var síðar felld úr gildi með úrskurði innanríkisráðuneytisins. Ísak Andri og meðstjórnendur hans voru með stjórnartaumana í félaginu þegar auglýst var það fyrirheit að greiða félagsmönnum út sóknargjöldin frá ríkinu. Upphaflegu stofnendur félagsins höfðuðu í nafni þess mál á hendur ríkinu og kröfðust þess að fá sóknargjöldin greidd. Byrjaði krafan í 5,3 milljónum króna en endaði í 32 milljónum. Ríkið var sýknað. „Eftir að skráning Ísaks Andra var felld úr gildi með úrskurði innanríkisráðuneytisins er nú enginn skráður forstöðumaður í félaginu, en sýslumaður hefur til meðferðar kröfu stefnanda um skráningu Ágústs Arnars Ágústssonar og hvort stefnandi uppfylli skilyrði þess að vera skráð trúfélag,“ sagði héraðsdómur. Dóminum var ekki áfrýjað. Samkvæmt Sýslumannsembættinu á Norðurlandi eystra er reiknað með að afstaða þess til kröfu Ágústs liggi fyrir á næstunni. Einar Ágústsson, sem var forstöðumaður trúfélagsins um skeið, segir að ekki hafi verið fjallað um málið á réttum nótum. „Þú ert reyndar fyrsti blaðamaðurinn til að hafa samband við stjórn félagsins og það er svo sem ágætis byrjun hjá þér en varðandi hvar þetta stendur er best að ræða við lögmann félagsins,“ segir Einar sem kveður málið enn á viðkvæmu stigi. Ekki fengust þó svör frá lögmanninum. Fjársýsla ríkisins stöðvaði greiðslur sóknargjalda til zúista í febrúar í fyrra þar sem ekki þótti liggja fyrir hver væri rétthafi í félaginu. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru samtals 2.845 manns skráðir undir Zuism miðað við 3.087 árið 2016. Það þýðir að í hverjum mánuði bætast tæplega 2,6 milljónir króna við sóknargjöld zúista sem bíða þess að verða greidd út ef og þegar félagsmenn greiða úr innri málum sínum. Ekki fengust upplýsingar frá Fjársýslu hver heildarfjárhæðin er nú orðin en gera má ráð fyrir að hún nálgist 50 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00
Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30
Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10
Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30
Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00