Helgarboðskapur María Bjarnadóttir skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Það er gott að vera mikilvægur, en það er mikilvægara að vera góður. Þetta merkingarþrungna spakmæli hefur verið eignað þýska samtímaskáldinu Scooter á síðari árum. Stutt internetrannsókn staðfestir þó grun um að um er að ræða gömul sannindi og ný og að fjölmargir hafi hugsað og skrifað á sömu nótum og Scooter löngu fyrir hans tíð. Óvissan um upphafsmanneskju spakmælisins dregur þó ekkert úr sannleiksgildi þess. Svona sígild viska á alltaf við, en ekki síst þegar fjöldi fólks kemur saman eins og er fyrirsjáanlegt um komandi verslunarmannahelgi. Hér er hvatning til okkar allra til þess að taka með í helgina, hvort sem við verjum henni í brekkunni á Þjóðhátíð eða í göngu á hálendinu: verum næs við hvort annað. Sýnum þolinmæði í umferðinni. Sleppum því að taka fram úr á þröngum malarvegum. Útskýrum rólega fyrir útlendingunum hvernig þurfi að þvo sér í sturtunni áður en þau fara í sund. Ekki öskra á þau, skamma, eða gera grín að þeim þegar þú ert komin ofan í pottinn. Þökkum afgreiðslufólki í vegasjoppum fyrir viðskiptin þó að þau setji óvart sinnep á pulsuna. Það er erfitt að afgreiða 600 pulsur á dag. Ekki halda vöku fyrir hinu fólkinu á tjaldsvæðinu með Bubbaþema í gítarpartíi alla nóttina, bjóddu þeim frekar að koma og taka undir. Sleppum því að fara í slag við vitleysinginn sem treðst fram fyrir á tónleikunum, kvörtum heldur undan honum svo að honum verði hent út. Og reynum, eins og við lífsins mögulega getum, að sleppa því að nauðga öðru fólki. Það væri alveg frábært. Þetta gildir óháð ölvunarstigi þeirra og okkar sjálfra. Góða helgi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Það er gott að vera mikilvægur, en það er mikilvægara að vera góður. Þetta merkingarþrungna spakmæli hefur verið eignað þýska samtímaskáldinu Scooter á síðari árum. Stutt internetrannsókn staðfestir þó grun um að um er að ræða gömul sannindi og ný og að fjölmargir hafi hugsað og skrifað á sömu nótum og Scooter löngu fyrir hans tíð. Óvissan um upphafsmanneskju spakmælisins dregur þó ekkert úr sannleiksgildi þess. Svona sígild viska á alltaf við, en ekki síst þegar fjöldi fólks kemur saman eins og er fyrirsjáanlegt um komandi verslunarmannahelgi. Hér er hvatning til okkar allra til þess að taka með í helgina, hvort sem við verjum henni í brekkunni á Þjóðhátíð eða í göngu á hálendinu: verum næs við hvort annað. Sýnum þolinmæði í umferðinni. Sleppum því að taka fram úr á þröngum malarvegum. Útskýrum rólega fyrir útlendingunum hvernig þurfi að þvo sér í sturtunni áður en þau fara í sund. Ekki öskra á þau, skamma, eða gera grín að þeim þegar þú ert komin ofan í pottinn. Þökkum afgreiðslufólki í vegasjoppum fyrir viðskiptin þó að þau setji óvart sinnep á pulsuna. Það er erfitt að afgreiða 600 pulsur á dag. Ekki halda vöku fyrir hinu fólkinu á tjaldsvæðinu með Bubbaþema í gítarpartíi alla nóttina, bjóddu þeim frekar að koma og taka undir. Sleppum því að fara í slag við vitleysinginn sem treðst fram fyrir á tónleikunum, kvörtum heldur undan honum svo að honum verði hent út. Og reynum, eins og við lífsins mögulega getum, að sleppa því að nauðga öðru fólki. Það væri alveg frábært. Þetta gildir óháð ölvunarstigi þeirra og okkar sjálfra. Góða helgi!