Bergsveinn: Stærsti leikur sem ég hef spilað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2017 15:30 Bergsveinn er lykilmaður í vörn Íslandsmeistara FH. vísir/stefán Bergsveinn Ólafsson og félagar í FH taka á móti slóvenska liðinu Maribor í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir FH en komist liðið áfram er það a.m.k. öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þá er fjárhagslegi ávinningurinn mikill. Bergsveinn kom til FH frá Fjölni fyrir síðasta tímabil og spilaði sína fyrstu Evrópuleiki í fyrra. En er leikurinn í kvöld sá stærsti sem hann hefur spilað á ferlinum? „Já, sennilega. Það er bara drullu gaman að spila svona leiki. Maður finnur fyrir smá pressu,“ sagði Bergsveinn í samtali við Vísi. FH tapaði fyrri leiknum í Slóveníu með einu marki gegn engu og Íslandsmeistaranna bíður því erfitt verkefni í kvöld. Bergsveinn hefur þó trú á því að FH-ingar geti sigrast á þessu öfluga Maribor-liði. „Ef við spilum varnarleikinn eins vel og við gerðum úti og þorum að halda boltanum betur eru okkur allir vegir færir. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ótrúlega gott lið sem við erum að mæta og við þurfum að halda einbeitingu í 90 mínútur ef við ætlum að gera eitthvað,“ sagði Bergsveinn. En hverjir eru veikleikar Slóvenanna? „Við getum nýtt okkur það að þeir eru svolítið góðir með sig og halda kannski að þeir séu að koma hingað og rúlla yfir okkur. Við getum kannski notað það að við séum „underdog“ og förum þ.a.l. við með minni pressu inn í leikinn. Flestir búast við að þeir taki þetta enda með ótrúlega gott lið,“ sagði Bergsveinn að lokum.Leikur FH og Maribor hefst klukkan 18:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.Bergsveinn heldur á lofti á æfingu FH-liðsins.vísir/stefán Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir búnir að krækja í franskan varnarmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við franska varnarmanninn Cédric D'Ulivo. 31. júlí 2017 15:21 Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00 Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00 FH fær króatískan kantmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við Matija Dvornekovic, 28 ára króatískan kantmann. 1. ágúst 2017 10:51 Davíð Þór: Eru stressaðir þótt við séum að spila í deildabikarnum í júlí Það er gríðarlega mikið undir í seinni leik FH og Maribor í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 2. ágúst 2017 14:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Bergsveinn Ólafsson og félagar í FH taka á móti slóvenska liðinu Maribor í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir FH en komist liðið áfram er það a.m.k. öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þá er fjárhagslegi ávinningurinn mikill. Bergsveinn kom til FH frá Fjölni fyrir síðasta tímabil og spilaði sína fyrstu Evrópuleiki í fyrra. En er leikurinn í kvöld sá stærsti sem hann hefur spilað á ferlinum? „Já, sennilega. Það er bara drullu gaman að spila svona leiki. Maður finnur fyrir smá pressu,“ sagði Bergsveinn í samtali við Vísi. FH tapaði fyrri leiknum í Slóveníu með einu marki gegn engu og Íslandsmeistaranna bíður því erfitt verkefni í kvöld. Bergsveinn hefur þó trú á því að FH-ingar geti sigrast á þessu öfluga Maribor-liði. „Ef við spilum varnarleikinn eins vel og við gerðum úti og þorum að halda boltanum betur eru okkur allir vegir færir. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ótrúlega gott lið sem við erum að mæta og við þurfum að halda einbeitingu í 90 mínútur ef við ætlum að gera eitthvað,“ sagði Bergsveinn. En hverjir eru veikleikar Slóvenanna? „Við getum nýtt okkur það að þeir eru svolítið góðir með sig og halda kannski að þeir séu að koma hingað og rúlla yfir okkur. Við getum kannski notað það að við séum „underdog“ og förum þ.a.l. við með minni pressu inn í leikinn. Flestir búast við að þeir taki þetta enda með ótrúlega gott lið,“ sagði Bergsveinn að lokum.Leikur FH og Maribor hefst klukkan 18:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.Bergsveinn heldur á lofti á æfingu FH-liðsins.vísir/stefán
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir búnir að krækja í franskan varnarmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við franska varnarmanninn Cédric D'Ulivo. 31. júlí 2017 15:21 Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00 Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00 FH fær króatískan kantmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við Matija Dvornekovic, 28 ára króatískan kantmann. 1. ágúst 2017 10:51 Davíð Þór: Eru stressaðir þótt við séum að spila í deildabikarnum í júlí Það er gríðarlega mikið undir í seinni leik FH og Maribor í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 2. ágúst 2017 14:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Íslandsmeistararnir búnir að krækja í franskan varnarmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við franska varnarmanninn Cédric D'Ulivo. 31. júlí 2017 15:21
Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00
Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00
FH fær króatískan kantmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við Matija Dvornekovic, 28 ára króatískan kantmann. 1. ágúst 2017 10:51
Davíð Þór: Eru stressaðir þótt við séum að spila í deildabikarnum í júlí Það er gríðarlega mikið undir í seinni leik FH og Maribor í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 2. ágúst 2017 14:00