Hátt í tuttugu jarðskjálftar urðu í og við Bárðarbungu á tólfta tímanum í dag. Flestir voru þeir þeir þó mjög kraftlitlir.
Sérfræðingar Veðurstofu Íslands voru að fara yfir gögnin þegar Vísir heyrði í þeim áðan. Flestir skjálftarnir munu hafa verið undir tveimur stigum og var einn yfir þremur. Jarðhræringar þessar eru „ósköp svipaðar og verið hefur“ samkvæmt sérfræðingi Veðurstofunnar.
Hátt í tuttugu skjálftar á einni klukkustund í Bárðarbungu
Samúel Karl Ólason skrifar
