Það styttist í verslunarmannahelgina og við erum að sjálfsögðu byrjaðar að hugsa um klæðnaðinn. Stelum stílnum af Alexu Chung, því hennar dress hentar vel fyrir íslenskt veðurfar. Alexa er reglulegur gestur á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury í Englandi og veit alveg hvernig á að klæða sig. Góð stígvél eru lykilatriði, því eins og við vitum getur veðrið breyst á svipstundu.