Segir offramleiðslu á kindakjöti rót vandans Kristinn Ingi Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Miklar birgðir af kindakjöti hafa safnast upp í landinu. vísir/pjetur Gegndarlaus offramleiðsla á kindakjöti er rót þess vanda sem blasir við í sauðfjárbúskap, að mati Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann segir bændur verða að minnka framleiðsluna og laga hana að markaðinum í stað þess að seilast enn einu sinni í vasa skattborgara. „Ég held að það sé kominn tími til þess að bændur setjist niður og horfi á raunveruleikann eins og hann blasir við, rétt eins og búskapurinn væri hver önnur atvinnugrein, og taki ákvarðanir út frá honum en ekki einhverri óskhyggju,“ segir Þórólfur í samtali við blaðið.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla ÍslandsLíkt og Fréttablaðið fjallaði um í gær er útlit fyrir að birgðir af kindakjöti í landinu við upphaf sláturtíðar í haust verði sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri en æskilegt væri. Um mitt þetta ár voru birgðirnar um 2.600 tonn sem er tæpum þrettán prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Innanlandssala hefur gengið vel en útflutningur dregist nokkuð saman. Samdrátturinn var 5,1 prósent í fyrra og 14,4 prósent árið þar áður. Eru bændur uggandi yfir mögulegri lækkun á afurðaverði í haust. Þórólfur segir að framleiðsla á kindakjöti sé á milli þrjátíu til fimmtíu prósent umfram neyslu hér innanlands. Ekki fari á milli mála að of mikið sé framleitt af kjöti. Verkefnið sem bændur standi frammi fyrir sé að laga framleiðslugetuna að markaðinum miðað við það verð sem þeir þurfa að fá til þess að geta staðið undir framleiðslukostnaði. „En forysta bænda hefur aldrei verið tilbúin til þess að gera það,“ segir hann. Hún hafi frekar, svo dæmi séu tekin, leitað leiða til þess að seilast dýpra ofan í vasa skattborgara, svo sem til þess að greiða fyrir auknum útflutningi, og reynt að selja Bandaríkjamönnum, sem hafa aldrei borðað kindakjöt, slíkt kjöt. „Ef menn telja sig vera með hágæðavöru í höndunum fara menn með þá vöru á markaði sem þekkja vöruna, til dæmis í Bretlandi, Frakklandi og að hluta til í Miðjarðarhafslöndunum í tilviki lambakjötsins. Í staðinn hafa menn hins vegar verið að leika sér í New York.“ Þórólfur segir forystu bænda syngja sama sönginn á hverju einasta sumri. „Bændur stíga fram og segja að afurðaverðið á stöðvunum verði að hækka. En þá verður birgðavandi þeirra einungis enn þá meiri og þeir þurfa þá að borga enn meira með útflutningnum ef þeir ætla að flytja eitthvað út. Þeir lenda í þessum vonda spíral þar sem allt sem þeir gera eykur á vandann og enga leið er að finna út úr honum.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Gegndarlaus offramleiðsla á kindakjöti er rót þess vanda sem blasir við í sauðfjárbúskap, að mati Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann segir bændur verða að minnka framleiðsluna og laga hana að markaðinum í stað þess að seilast enn einu sinni í vasa skattborgara. „Ég held að það sé kominn tími til þess að bændur setjist niður og horfi á raunveruleikann eins og hann blasir við, rétt eins og búskapurinn væri hver önnur atvinnugrein, og taki ákvarðanir út frá honum en ekki einhverri óskhyggju,“ segir Þórólfur í samtali við blaðið.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla ÍslandsLíkt og Fréttablaðið fjallaði um í gær er útlit fyrir að birgðir af kindakjöti í landinu við upphaf sláturtíðar í haust verði sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri en æskilegt væri. Um mitt þetta ár voru birgðirnar um 2.600 tonn sem er tæpum þrettán prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Innanlandssala hefur gengið vel en útflutningur dregist nokkuð saman. Samdrátturinn var 5,1 prósent í fyrra og 14,4 prósent árið þar áður. Eru bændur uggandi yfir mögulegri lækkun á afurðaverði í haust. Þórólfur segir að framleiðsla á kindakjöti sé á milli þrjátíu til fimmtíu prósent umfram neyslu hér innanlands. Ekki fari á milli mála að of mikið sé framleitt af kjöti. Verkefnið sem bændur standi frammi fyrir sé að laga framleiðslugetuna að markaðinum miðað við það verð sem þeir þurfa að fá til þess að geta staðið undir framleiðslukostnaði. „En forysta bænda hefur aldrei verið tilbúin til þess að gera það,“ segir hann. Hún hafi frekar, svo dæmi séu tekin, leitað leiða til þess að seilast dýpra ofan í vasa skattborgara, svo sem til þess að greiða fyrir auknum útflutningi, og reynt að selja Bandaríkjamönnum, sem hafa aldrei borðað kindakjöt, slíkt kjöt. „Ef menn telja sig vera með hágæðavöru í höndunum fara menn með þá vöru á markaði sem þekkja vöruna, til dæmis í Bretlandi, Frakklandi og að hluta til í Miðjarðarhafslöndunum í tilviki lambakjötsins. Í staðinn hafa menn hins vegar verið að leika sér í New York.“ Þórólfur segir forystu bænda syngja sama sönginn á hverju einasta sumri. „Bændur stíga fram og segja að afurðaverðið á stöðvunum verði að hækka. En þá verður birgðavandi þeirra einungis enn þá meiri og þeir þurfa þá að borga enn meira með útflutningnum ef þeir ætla að flytja eitthvað út. Þeir lenda í þessum vonda spíral þar sem allt sem þeir gera eykur á vandann og enga leið er að finna út úr honum.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00