Páll Óskar tekur ekki þátt í Gleðigöngunni í ár Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 22:32 Páll Óskar hefur sett svip sinn á gleðigönguna undanfarin ár. Í fyrra kom hann fram sem silfurlitaður einhyrningur á silfurlituðum einhyrningi. Vísir/Hanna Páll Óskar Hjálmtýsson verður ekki með atriði í Gleðigöngu Hinsegin daga í ár. Óhætt er að segja að vagnar Palla, eins og flestir landsmenn þekkja hann, hafi sett svip sinn á gönguna undanfarin ár. Í viðtali við mbl.is segir Palli að útskýringin sé einfaldlega sú að hann sé of upptekinn. Hann hefur tekið þátt í göngunni nær óslitið frá árinu 1999 þegar fyrsta gleðigangan var gengin hér álandi og til ársins 2006 sat hann í skipulagsnefnd Hinsegin daga. „Ef ég er að gera svona stóran skúlptúr eins og ég hef gert undanfarin ár þá venjulega byrja ég að vinna þessa skúlptúra í apríl, síðasta lagi í maí, og nú bara ber svo við að ég er grínlaust í 400% vinnu,“ segir Palli í samtali við Mbl. Undanfarin ár hafa vagnar Palla verið gríðarstórir. Á síðasta ári keyrði hann á risavöxnum einhyrningi, árið þar áður var hann á stóru bleiku víkingaskipi og árið 2014 var það stór, hvítur svanur. Allir vagnarnir hafa haft einhverja djúpa merkingu og táknað stöðu hinsegin fólks í samfélaginu.Árið 2015 keyrði Palli í gegnum miðbæ Reykjavíkur á hvítum svani.Vísir/VilhelmSjá einnig: Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll er önnum kafinn við ýmis verkefni þessa daganna. Hann er meðal annars að vinna að útgáfu nýrrar plötu sem hann hyggst keyra persónulega í hús fyrir þá sem hafa pantað hana í forsölu og mun hann trylla lýðinni í Eyjum á Þjóðhátíð og víðar á landinu um verslunarmannahelgina. Þá er undirbúningur hafinn við uppsetningu Borgarleikhússins á Rocky Horror þar sem hann mun stíga aftur í hælaða skó Frank N Furter, sem hann lék eftirminnilega í uppsetningu Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1990. Hann segist ekki hafa getað komið stórum vagni inn í dagskrána þetta árið en hyggst mæta tvíefldur til leiks að ári. „Eftir að hafa verið með svona risastór atriði í göngunni undanfarin ár, sem hafa bara farið stækkandi ef eitthvað er, gæti ég ekki farið í þessa göngu með einhvern lítinn pickup trukk af því ég hafði ekki tíma fyrir meira,“ segir Palli. „Ég vil frekar sleppa því að taka þátt en að minnka „standardinn“.“ Hinsegin Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson verður ekki með atriði í Gleðigöngu Hinsegin daga í ár. Óhætt er að segja að vagnar Palla, eins og flestir landsmenn þekkja hann, hafi sett svip sinn á gönguna undanfarin ár. Í viðtali við mbl.is segir Palli að útskýringin sé einfaldlega sú að hann sé of upptekinn. Hann hefur tekið þátt í göngunni nær óslitið frá árinu 1999 þegar fyrsta gleðigangan var gengin hér álandi og til ársins 2006 sat hann í skipulagsnefnd Hinsegin daga. „Ef ég er að gera svona stóran skúlptúr eins og ég hef gert undanfarin ár þá venjulega byrja ég að vinna þessa skúlptúra í apríl, síðasta lagi í maí, og nú bara ber svo við að ég er grínlaust í 400% vinnu,“ segir Palli í samtali við Mbl. Undanfarin ár hafa vagnar Palla verið gríðarstórir. Á síðasta ári keyrði hann á risavöxnum einhyrningi, árið þar áður var hann á stóru bleiku víkingaskipi og árið 2014 var það stór, hvítur svanur. Allir vagnarnir hafa haft einhverja djúpa merkingu og táknað stöðu hinsegin fólks í samfélaginu.Árið 2015 keyrði Palli í gegnum miðbæ Reykjavíkur á hvítum svani.Vísir/VilhelmSjá einnig: Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll er önnum kafinn við ýmis verkefni þessa daganna. Hann er meðal annars að vinna að útgáfu nýrrar plötu sem hann hyggst keyra persónulega í hús fyrir þá sem hafa pantað hana í forsölu og mun hann trylla lýðinni í Eyjum á Þjóðhátíð og víðar á landinu um verslunarmannahelgina. Þá er undirbúningur hafinn við uppsetningu Borgarleikhússins á Rocky Horror þar sem hann mun stíga aftur í hælaða skó Frank N Furter, sem hann lék eftirminnilega í uppsetningu Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1990. Hann segist ekki hafa getað komið stórum vagni inn í dagskrána þetta árið en hyggst mæta tvíefldur til leiks að ári. „Eftir að hafa verið með svona risastór atriði í göngunni undanfarin ár, sem hafa bara farið stækkandi ef eitthvað er, gæti ég ekki farið í þessa göngu með einhvern lítinn pickup trukk af því ég hafði ekki tíma fyrir meira,“ segir Palli. „Ég vil frekar sleppa því að taka þátt en að minnka „standardinn“.“
Hinsegin Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira