Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 20:00 Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. Stúlkunni og föður hennar verður vísað úr landi á næstu dögum. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist Haniye í flóttamannabúðum í Íran árið 2005. Móðir hennar yfirgaf hana ári síðar. Hún hefur verið á flótta með föður sínum allt sitt líf og hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Fyrir þremur vikum var feðginunum tilkynnt að þau fengju ekki hæli hér á landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þau verða þá send til Þýskalands og talið er nær fullvíst að þau fari þaðan til Afganistan. Ekki er vitað hvenær þeim verður fylgt upp á flugvöll. Draumur Hanyie er að fá að halda upp á tólf afmæli sitt á Íslandi áður en hún þarf að fara, með öllu því fólki sem hún hefur kynnst hér á landi. Nokkrir sjálfboðaliðar stofnuðuð því viðburð á Facebook og buðu í veislu á Klambratúni á morgun kl. 16. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa því mörg hundruð manns hafa boðað komu sína, og fjölmargir munu leggja sitt af mörkum, með veitingum, drykkjum og skemmtiatriðum.Abrahim Malekym, faðir Hanyie, Hanyie Maleky, og vinur þeirra og túlkur, Aref Qasemi.vísir/sigurjón ólason„Ég held að draumur hennar sé tilkominn því hún vill vera hér það lengi að geta átt afmæli hér. Jafnvel til frambúðar. En þar sem það lítur ekki út fyrir að við náum að láta þann draum rætast þá ætlum við allavega að láta afmælisdrauminn rætast,“ segir Guðmundur Karl Karlsson, sjálfboðaliði hjá Solaris, samtökum fyrir hælisleitendur og flóttamenn á Íslandi. Veislan er sömuleiðis liður í því að þrýsta á stjórnvöld að veita feðginunum hæli á Íslandi „Óneitanlega þá sjáum við það að þetta getur dregið að athygli að málinu hennar og vonandi hjálpar það, ýtir undir og stjórnvöld sjá það að bakvið allar þessar ákvarðanir þar er fólk, og gott fólk sem á skilið betra en við erum að gera þeim. Við getum gert betur,“ segir Guðmundur. Hann segir fjölskylduna eiga erfiða reynslu að baki. „Hún fæddist í flóttamannabúðum í Íran. Faðir hennar flúði frá Afganistan aðeins ellefu ára gamall, til Íran, og þar var hann ólöglegur í um nítján ár. Þegar þau flýja þá þurftu þau að taka mjög langa leið til dæmis í gegnum Tyrkland og þaðan á gúmmíbát yfir til Grikklands. Fyrra skiptið gekk illa. Báturinn sökk nærri því, en þeim var bjargað og þau komust aftur upp á land í Tyrklandi. Þau höfðu ekki marga kosti í stöðunni enda ekki mikið fyrir þau í Tyrklandi þannig að þau reyndu aftur og sú heppnaðist,“ segir Guðmundur. Þaðan hafi þau farið til Þýskalands og því næst til Íslands, og nú til Afganistan, en Guðmundur segir sömuleiðis fátt bíða þeirra í Afganistan. „Það bíður þeirra algjör óvissa og við hreinlega vitum ekkert. En ég held að óvissan sé verri en margt annað. Það er mjög slæmt að vita ekki hvar þú verður, og það er ekki vitað hvort þetta gerist á morgun eða hinn, því tími þeirra er í raun runninn út." Abrahim, faðir Haniye, segir í samtali við fréttastofu að hann sé afar þakklátur íslensku þjóðinni. Þeim feðginum líki bæði mjög vel á Íslandi og því sé miður að þau þurfi að snúa aftur. Hann segist engan stuðning geta fengið í Afganistan og að lífið þar sé mjög hættulegt. Haniye segir einnig afar ánægð á Íslandi. Hún stundar nám í Keflavík og á vini bæði í Keflavík og Reykjavík. „Það er frábært fólk á Íslandi og þess vegna vil ég halda afmæli mitt hér. Ég er ekki viss um að neinn muni mæta ef ég held afmælið mitt í Þýskalandi,“ segir hún. Haniye segist hafa gaman að íslensku, en á stuttu stoppi hennar hefur hún meðal annars lært að heilsa, þakka fyrir sig og fleira. Fjölskyldan og Guðmundur hvetja alla til að mæta. Þeir sem vilja leggja feðginunum lið geta styrkt þau með því að leggja inn á eftirfarandi styrktarreikning. 0513-14-406615 / kt. 091082-5359Hér má finna viðburðinn á Facebook. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. Stúlkunni og föður hennar verður vísað úr landi á næstu dögum. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist Haniye í flóttamannabúðum í Íran árið 2005. Móðir hennar yfirgaf hana ári síðar. Hún hefur verið á flótta með föður sínum allt sitt líf og hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Fyrir þremur vikum var feðginunum tilkynnt að þau fengju ekki hæli hér á landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þau verða þá send til Þýskalands og talið er nær fullvíst að þau fari þaðan til Afganistan. Ekki er vitað hvenær þeim verður fylgt upp á flugvöll. Draumur Hanyie er að fá að halda upp á tólf afmæli sitt á Íslandi áður en hún þarf að fara, með öllu því fólki sem hún hefur kynnst hér á landi. Nokkrir sjálfboðaliðar stofnuðuð því viðburð á Facebook og buðu í veislu á Klambratúni á morgun kl. 16. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa því mörg hundruð manns hafa boðað komu sína, og fjölmargir munu leggja sitt af mörkum, með veitingum, drykkjum og skemmtiatriðum.Abrahim Malekym, faðir Hanyie, Hanyie Maleky, og vinur þeirra og túlkur, Aref Qasemi.vísir/sigurjón ólason„Ég held að draumur hennar sé tilkominn því hún vill vera hér það lengi að geta átt afmæli hér. Jafnvel til frambúðar. En þar sem það lítur ekki út fyrir að við náum að láta þann draum rætast þá ætlum við allavega að láta afmælisdrauminn rætast,“ segir Guðmundur Karl Karlsson, sjálfboðaliði hjá Solaris, samtökum fyrir hælisleitendur og flóttamenn á Íslandi. Veislan er sömuleiðis liður í því að þrýsta á stjórnvöld að veita feðginunum hæli á Íslandi „Óneitanlega þá sjáum við það að þetta getur dregið að athygli að málinu hennar og vonandi hjálpar það, ýtir undir og stjórnvöld sjá það að bakvið allar þessar ákvarðanir þar er fólk, og gott fólk sem á skilið betra en við erum að gera þeim. Við getum gert betur,“ segir Guðmundur. Hann segir fjölskylduna eiga erfiða reynslu að baki. „Hún fæddist í flóttamannabúðum í Íran. Faðir hennar flúði frá Afganistan aðeins ellefu ára gamall, til Íran, og þar var hann ólöglegur í um nítján ár. Þegar þau flýja þá þurftu þau að taka mjög langa leið til dæmis í gegnum Tyrkland og þaðan á gúmmíbát yfir til Grikklands. Fyrra skiptið gekk illa. Báturinn sökk nærri því, en þeim var bjargað og þau komust aftur upp á land í Tyrklandi. Þau höfðu ekki marga kosti í stöðunni enda ekki mikið fyrir þau í Tyrklandi þannig að þau reyndu aftur og sú heppnaðist,“ segir Guðmundur. Þaðan hafi þau farið til Þýskalands og því næst til Íslands, og nú til Afganistan, en Guðmundur segir sömuleiðis fátt bíða þeirra í Afganistan. „Það bíður þeirra algjör óvissa og við hreinlega vitum ekkert. En ég held að óvissan sé verri en margt annað. Það er mjög slæmt að vita ekki hvar þú verður, og það er ekki vitað hvort þetta gerist á morgun eða hinn, því tími þeirra er í raun runninn út." Abrahim, faðir Haniye, segir í samtali við fréttastofu að hann sé afar þakklátur íslensku þjóðinni. Þeim feðginum líki bæði mjög vel á Íslandi og því sé miður að þau þurfi að snúa aftur. Hann segist engan stuðning geta fengið í Afganistan og að lífið þar sé mjög hættulegt. Haniye segir einnig afar ánægð á Íslandi. Hún stundar nám í Keflavík og á vini bæði í Keflavík og Reykjavík. „Það er frábært fólk á Íslandi og þess vegna vil ég halda afmæli mitt hér. Ég er ekki viss um að neinn muni mæta ef ég held afmælið mitt í Þýskalandi,“ segir hún. Haniye segist hafa gaman að íslensku, en á stuttu stoppi hennar hefur hún meðal annars lært að heilsa, þakka fyrir sig og fleira. Fjölskyldan og Guðmundur hvetja alla til að mæta. Þeir sem vilja leggja feðginunum lið geta styrkt þau með því að leggja inn á eftirfarandi styrktarreikning. 0513-14-406615 / kt. 091082-5359Hér má finna viðburðinn á Facebook.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira