Málið hneisa sem muni hafa áhrif á framtíðarstefnumótun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 19:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra. Vísir/anton brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir koma til greina að herða reglur um fiskeldi, eftir að í ljós kom að miklu magni af laxaseiði var sleppt út í sjó við Gileyri við Tálknafjörð fyrir fimmtán árum. Málið sé hneisa sem muni óneitanlega hafa áhrif á framtíðarstefnumótun.Greint var því í kvöldfréttum Stövðar 2 í gær að 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni hafi verið sleppt í sjóinn við Gileyri árið 2002. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar hefur erfðablöndun fundist í tveimur laxastofnum í Botnsá og Sunndalsá, en árnar eru báðar á svæðinu. Þorgerður segir þetta grafalvarlegt. Málið á rætur síanr að rekja til þess að árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar, hundrað og sextíu þúsund laxaseiði, en eftir að samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota ákvað Níels að sleppa seiðunum í sjó við Gileyri. „Þetta er náttúrulega mikil hneisa að þetta skuli hafa verið gert á sínum tíma. En á móti kemur að í dag sé ég ekki fram á að þetta geti gerst. Við erum með strangar reglur og ég spái því að það verði jafnvel strangari reglur settar fram á næstunni. Það eru miklar kröfur gerðar til fiskeldisfyrirtækja í dag og mér er það til efs að þau muni nokkurn tímann láta svona gerast,“ segir Þorgerður. Hún væntir skýrslu frá starfshópi um stefnumótun innan tveggja vikna. „Það kemur þá að okkur í ríkisstjórninni, og Alþingi öllu, því þetta er þverpólitískt mál, að móta það starfsumhverfi fiskeldis þannig að við verðum hér með öfluga atvinnugrein sem tekur sérstaklega tillit til lífríkis og náttúru.“ Þorgerður tekur fram að sjávarútvegsráðuneytið verði í nánum samskiptum við Hafrannsóknarstofnun, sem fer með rannsókn málsins. „Við munum að sjálfsögðu ráðfæra okkur mjög við Hafró og hlusta á það sem hún hefur fram að færa í þessu. Það eru ákveðnar vísbendingar um að þetta hafi haft áhrif á okkar villtu laxastofna. Það útaf fyrir sig er alvarlegt mál sem mun að sjálfsögðu ahfa áhrif varðandi framtíðarstefnumótun í laxeldinu,“ segir Þorgerður Katrín. Tengdar fréttir Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15 Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu 31. júlí 2017 20:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir koma til greina að herða reglur um fiskeldi, eftir að í ljós kom að miklu magni af laxaseiði var sleppt út í sjó við Gileyri við Tálknafjörð fyrir fimmtán árum. Málið sé hneisa sem muni óneitanlega hafa áhrif á framtíðarstefnumótun.Greint var því í kvöldfréttum Stövðar 2 í gær að 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni hafi verið sleppt í sjóinn við Gileyri árið 2002. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar hefur erfðablöndun fundist í tveimur laxastofnum í Botnsá og Sunndalsá, en árnar eru báðar á svæðinu. Þorgerður segir þetta grafalvarlegt. Málið á rætur síanr að rekja til þess að árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar, hundrað og sextíu þúsund laxaseiði, en eftir að samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota ákvað Níels að sleppa seiðunum í sjó við Gileyri. „Þetta er náttúrulega mikil hneisa að þetta skuli hafa verið gert á sínum tíma. En á móti kemur að í dag sé ég ekki fram á að þetta geti gerst. Við erum með strangar reglur og ég spái því að það verði jafnvel strangari reglur settar fram á næstunni. Það eru miklar kröfur gerðar til fiskeldisfyrirtækja í dag og mér er það til efs að þau muni nokkurn tímann láta svona gerast,“ segir Þorgerður. Hún væntir skýrslu frá starfshópi um stefnumótun innan tveggja vikna. „Það kemur þá að okkur í ríkisstjórninni, og Alþingi öllu, því þetta er þverpólitískt mál, að móta það starfsumhverfi fiskeldis þannig að við verðum hér með öfluga atvinnugrein sem tekur sérstaklega tillit til lífríkis og náttúru.“ Þorgerður tekur fram að sjávarútvegsráðuneytið verði í nánum samskiptum við Hafrannsóknarstofnun, sem fer með rannsókn málsins. „Við munum að sjálfsögðu ráðfæra okkur mjög við Hafró og hlusta á það sem hún hefur fram að færa í þessu. Það eru ákveðnar vísbendingar um að þetta hafi haft áhrif á okkar villtu laxastofna. Það útaf fyrir sig er alvarlegt mál sem mun að sjálfsögðu ahfa áhrif varðandi framtíðarstefnumótun í laxeldinu,“ segir Þorgerður Katrín.
Tengdar fréttir Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15 Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu 31. júlí 2017 20:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15
Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu 31. júlí 2017 20:00