Undirbúningur fyrir fegurðarsamkeppnina stendur nú sem hæst en 18 stúlka tekur þátt. Manuela Ósk, sem jafnframt er ein helsta samfélagsmiðlastjarna landsins og hefur marga fjöruna sopið á þeim vettvangi, segir ekki hægt að stilla keppendum upp sem skotmörk fyrir samansúrraðan Twitterskríl.
„Þetta er til dæmis ástæðan fyrir því að keppnin okkar er ekki í sjónvarpi né streymt á netinu. Ég held að Íslendingar séu ekki tilbúnir í þetta. Þeir sem vilja styðja keppendur þeir mæta í Gamla bíó. Þeir sem vilja slátra keppninni á netinu, á Twitter og vera leiðinlegir, þeir munu sitja uppí sófa með popp og kók heima og horfa. Þannig að ég tók algerlega fyrir það. Þetta verður ekki í sjónvarpi. Til að fólk geti gert grín á þeirra kostnað. Mér finnst það ekki rétt. Þær eru allar að leggja mikið á sig. Og standa sig ótrúlega vel,“ sagði Manuela Ósk í útvarpsviðtali í Brennslunni á FM957 þar sem hún ræddi við Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atla Kjartansson
Tvær keppnir af þessu tagi eru virkar. Ungfrú Ísland og svo þessi sem er samkvæmt bandarískri fyrirmynd, enda eru eigendur keppninnar IMG fyrirsætuskrifstofa. Manuela Ósk segir að mikið verði um dýrðir en til landsins kemur sérstaklega óháð dómnefnd, en Manuela Ósk segir að ekki dugi annað í svo litlu samfélagi sem Ísland er.