Björk í buxnasetti eftir nemanda hjá Central Saint Martins Ritstjórn skrifar 1. ágúst 2017 12:00 Glamour/Getty Okkar allra besta Björk er þessa dagana á flakki um heiminn þar sem hún kemur fram á vel völdum hátíðum. Um helgina var hún stödd í Japan þar sem hún steig á svið á Fuji Rock hátíðinni. Björk er yfirleitt í athyglisverðum fatnaði á sviði og engin undantekning þar á að þessu sinni en hún klæddist bleiku buxnasetti með pífum. Hönnuðurinn er nemandi við Central Saint Martins listaháskólann í London, Peter Movrin. Þá var hún með grímu yfir andlitinu eftir aðstoðarmann sinn og listamanninn James Merry. Það eru einfaldlega fáir sem komast með tærnar þar sem hún Björk hefur hælana. Mest lesið Afmælisbarn dagsins: Coco Chanel Glamour Gigi Hadid á forsíðu bandaríska Vogue í fyrsta skiptið Glamour Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Kaia Gerber nýtt andlit Marc Jacobs Beauty Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Rihanna hannar vetrarskó í samstarfi við Manolo Blahnik Glamour Sjö spennandi íslenskir hönnuðir að fylgjast með Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Götutískan í Stokkhólmi býður haustið velkomið Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour
Okkar allra besta Björk er þessa dagana á flakki um heiminn þar sem hún kemur fram á vel völdum hátíðum. Um helgina var hún stödd í Japan þar sem hún steig á svið á Fuji Rock hátíðinni. Björk er yfirleitt í athyglisverðum fatnaði á sviði og engin undantekning þar á að þessu sinni en hún klæddist bleiku buxnasetti með pífum. Hönnuðurinn er nemandi við Central Saint Martins listaháskólann í London, Peter Movrin. Þá var hún með grímu yfir andlitinu eftir aðstoðarmann sinn og listamanninn James Merry. Það eru einfaldlega fáir sem komast með tærnar þar sem hún Björk hefur hælana.
Mest lesið Afmælisbarn dagsins: Coco Chanel Glamour Gigi Hadid á forsíðu bandaríska Vogue í fyrsta skiptið Glamour Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Kaia Gerber nýtt andlit Marc Jacobs Beauty Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Rihanna hannar vetrarskó í samstarfi við Manolo Blahnik Glamour Sjö spennandi íslenskir hönnuðir að fylgjast með Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Götutískan í Stokkhólmi býður haustið velkomið Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour