Setja þarf skýrar leikreglur um dagdvalir Pétur Magnússon og Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Í dag eru á höfuðborgarsvæðinu einu nálega tvö hundruð aldraðir með gilt færni- og heilsufarsmat fyrir hjúkrunarrými. Því miður er stór hluti þeirra fastur í legurými á Landspítalanum vegna þess að heppileg búsetuúrræði vantar. Þessir einstaklingar eru of veikir til að geta búið einir heima og komast heldur ekki á hjúkrunarheimili vegna skorts á hjúkrunarrýmum. Við sem störfum í velferðarþjónustu við aldraða höfum miklar áhyggjur af ástandinu. Á meðan þjónustuþegum öldrunarþjónustunnar fjölgar um 2% á hverju einasta ári fjölgar ekki viðeigandi úrræðum. Of fá hjúkrunarrými eru byggð og öðrum úrræðum fjölgar lítið. Á meðan hleður ástandið upp á sig með hverju árinu sem líður með miklum óþægindum fyrir aldraða, veika og aðstandendur þeirra, en einnig óþarfa tilkostnaði fyrir ríkissjóð. Af þessum ástæðum viljum við minna á mikilvægan valkost í þjónustu við aldraða sem stuðlað getur að því að þeir geti búið lengur heima. Það eru dagdvalarrými. Dagdvalarrými eru ætluð einstaklingum 67 ára og eldri en einnig í sértækum tilvikum yngri einstaklingum eða ákveðnum hópum. Þjónustuþegar koma að morgni og fara heim aftur síðdegis og sækja þjónustuna ýmist daglega eða tiltekna daga í viku. Í dagdvölum er lögð áhersla á að efla líkamlega og andlega færni ásamt því að rjúfa félagslega einangrun sem margir á eftri árum byrja að finna fyrir. Aukið framboð og notkun dagdvalarrýma, sem eru í boði í flestum sveitarfélögum landsins og aðallega rekin af sveitarfélögunum, hjúkrunarheimilum eða félagasamtökum, getur bætt lífsgæði verulega og í mörgum tilvikum dregið úr tíðni innlagna á sjúkrahús. Má því segja að þjónusta dagdvalarrýma sé ákveðin forvörn sem viðhaldi heilsu að ákveðnu marki og geri öldruðum kleift að búa lengur á eigin heimili. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands voru í árslok 2016 heimildir fyrir 733 dagdvalarrýmum á landinu. Alls nýttu sér 1.884 dagdvalir á síðasta ári og hver og einn þjónustuþegi að meðaltali í 92,4 daga. Um 4,5% landsmanna, 67 ára og eldri, nýtur þjónustu dagdvala og eru flestir 80 ára eða eldri. Þrátt fyrir að öldruðum fjölgi stöðugt hefur dagdvalarrýmum ekki fjölgað í sama mæli frá árinu 2012 þótt bragarbót hafi verið gerð á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Í fyrrgreindri skýrslu Sjúkratrygginga er jafnframt bent á að ekki hafi verið gerð ítarleg greining á þjónustu í dagdvalarrýmum. Engir samningar hafa verið gerðir um þjónustuna og að mati þeirra sem nota og veita þjónustuna eru kröfurnar fremur óskýrar. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) telja að afar mikilvægt sé að skilgreina þjónustuna með gerð kröfulýsingar þannig að öllum sé ljóst hvaða þjónustu dagdvalir eigi nákvæmlega að veita. Einnig verður þá unnt að reikna út sanngjarnt verð fyrir þjónustuna á gegnsæjan og upplýstan hátt en svo er ekki í dag. Lítið hefur þó miðað í þessa átt þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Þó rofaði til um sinn í október 2016 þegar skrifað var undir samkomulag milli SFV, velferðarráðuneytisins, Sjúkratrygginga og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að stefna skyldi að því að hefja þessa vinnu og boða til fyrsta fundar í janúar sl. Síðan hefur reynst árangurslaust að fá boðað til fundarins þrátt fyrir ítrekaðar óskir því samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum hefur stofnunin ekki fengið umboð velferðarráðuneytisins til slíkra viðræðna. Í rekstri dagdvala eru forföll algeng og í raun eðlilegur þáttur í starfseminni enda heilsa hvers og eins þjónustuþega misjöfn. Það er hins vegar bagalegt að ríkisvaldið greiðir eingöngu fyrir þau rými sem nýtt eru frá degi til dags óháð forföllum og föstum kostnaði rekstraraðila. Þetta er sambærilegt því ef skólar landsins fengju aðeins greitt í samræmi við mætingu nemenda hverju sinni. Misjöfn mæting þjónustuþega í dagdvalir eða nemenda í skóla breytir ekki útgjöldum sem liggja aðallega í föstum kostnaði vegna launa og húsnæðis. Tímabært er að sest verði niður sem fyrst til að komast að samkomulagi sem aðilar geti unað við. Þeim sem þurfa á þjónustu dagdvala að halda mun halda áfram að fjölga. Það er ekki skynsamlegt að halda áfram að stinga höfðinu í sandinn, allra síst þegar ljóst er að þjónusta dagdvalanna hefur í för með sér þjóðhagslegan sparnað en ekki síður aukin lífsgæði þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda sem er jú mikilvægasta atriðið.Höfundar eru formaður og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru á höfuðborgarsvæðinu einu nálega tvö hundruð aldraðir með gilt færni- og heilsufarsmat fyrir hjúkrunarrými. Því miður er stór hluti þeirra fastur í legurými á Landspítalanum vegna þess að heppileg búsetuúrræði vantar. Þessir einstaklingar eru of veikir til að geta búið einir heima og komast heldur ekki á hjúkrunarheimili vegna skorts á hjúkrunarrýmum. Við sem störfum í velferðarþjónustu við aldraða höfum miklar áhyggjur af ástandinu. Á meðan þjónustuþegum öldrunarþjónustunnar fjölgar um 2% á hverju einasta ári fjölgar ekki viðeigandi úrræðum. Of fá hjúkrunarrými eru byggð og öðrum úrræðum fjölgar lítið. Á meðan hleður ástandið upp á sig með hverju árinu sem líður með miklum óþægindum fyrir aldraða, veika og aðstandendur þeirra, en einnig óþarfa tilkostnaði fyrir ríkissjóð. Af þessum ástæðum viljum við minna á mikilvægan valkost í þjónustu við aldraða sem stuðlað getur að því að þeir geti búið lengur heima. Það eru dagdvalarrými. Dagdvalarrými eru ætluð einstaklingum 67 ára og eldri en einnig í sértækum tilvikum yngri einstaklingum eða ákveðnum hópum. Þjónustuþegar koma að morgni og fara heim aftur síðdegis og sækja þjónustuna ýmist daglega eða tiltekna daga í viku. Í dagdvölum er lögð áhersla á að efla líkamlega og andlega færni ásamt því að rjúfa félagslega einangrun sem margir á eftri árum byrja að finna fyrir. Aukið framboð og notkun dagdvalarrýma, sem eru í boði í flestum sveitarfélögum landsins og aðallega rekin af sveitarfélögunum, hjúkrunarheimilum eða félagasamtökum, getur bætt lífsgæði verulega og í mörgum tilvikum dregið úr tíðni innlagna á sjúkrahús. Má því segja að þjónusta dagdvalarrýma sé ákveðin forvörn sem viðhaldi heilsu að ákveðnu marki og geri öldruðum kleift að búa lengur á eigin heimili. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands voru í árslok 2016 heimildir fyrir 733 dagdvalarrýmum á landinu. Alls nýttu sér 1.884 dagdvalir á síðasta ári og hver og einn þjónustuþegi að meðaltali í 92,4 daga. Um 4,5% landsmanna, 67 ára og eldri, nýtur þjónustu dagdvala og eru flestir 80 ára eða eldri. Þrátt fyrir að öldruðum fjölgi stöðugt hefur dagdvalarrýmum ekki fjölgað í sama mæli frá árinu 2012 þótt bragarbót hafi verið gerð á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Í fyrrgreindri skýrslu Sjúkratrygginga er jafnframt bent á að ekki hafi verið gerð ítarleg greining á þjónustu í dagdvalarrýmum. Engir samningar hafa verið gerðir um þjónustuna og að mati þeirra sem nota og veita þjónustuna eru kröfurnar fremur óskýrar. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) telja að afar mikilvægt sé að skilgreina þjónustuna með gerð kröfulýsingar þannig að öllum sé ljóst hvaða þjónustu dagdvalir eigi nákvæmlega að veita. Einnig verður þá unnt að reikna út sanngjarnt verð fyrir þjónustuna á gegnsæjan og upplýstan hátt en svo er ekki í dag. Lítið hefur þó miðað í þessa átt þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Þó rofaði til um sinn í október 2016 þegar skrifað var undir samkomulag milli SFV, velferðarráðuneytisins, Sjúkratrygginga og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að stefna skyldi að því að hefja þessa vinnu og boða til fyrsta fundar í janúar sl. Síðan hefur reynst árangurslaust að fá boðað til fundarins þrátt fyrir ítrekaðar óskir því samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum hefur stofnunin ekki fengið umboð velferðarráðuneytisins til slíkra viðræðna. Í rekstri dagdvala eru forföll algeng og í raun eðlilegur þáttur í starfseminni enda heilsa hvers og eins þjónustuþega misjöfn. Það er hins vegar bagalegt að ríkisvaldið greiðir eingöngu fyrir þau rými sem nýtt eru frá degi til dags óháð forföllum og föstum kostnaði rekstraraðila. Þetta er sambærilegt því ef skólar landsins fengju aðeins greitt í samræmi við mætingu nemenda hverju sinni. Misjöfn mæting þjónustuþega í dagdvalir eða nemenda í skóla breytir ekki útgjöldum sem liggja aðallega í föstum kostnaði vegna launa og húsnæðis. Tímabært er að sest verði niður sem fyrst til að komast að samkomulagi sem aðilar geti unað við. Þeim sem þurfa á þjónustu dagdvala að halda mun halda áfram að fjölga. Það er ekki skynsamlegt að halda áfram að stinga höfðinu í sandinn, allra síst þegar ljóst er að þjónusta dagdvalanna hefur í för með sér þjóðhagslegan sparnað en ekki síður aukin lífsgæði þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda sem er jú mikilvægasta atriðið.Höfundar eru formaður og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar