Vildu þrýsta á kjósendur og stjórnvöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Þjóðarsorg ríkir nú á Spáni vegna hryðjuverkaárásarinnar. Nordicphotos/AFP Markmiðið með árás hryðjuverkamanna Íslamska ríkisins (ISIS) á Römbluna í Barcelona var að setja þrýsting á spænsk stjórnvöld og spænskan almenning í þeirri von að Spánn dragi sig út úr hernaðarbandalaginu gegn ISIS. Þessu hélt Mina al-Lami, greinandi BBC, fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í gær. Rás ISIS á spjallforritinu Telegram birti í kjölfar árásarinnar fjölda innleggja, bæði á arabísku og spænsku, þar sem þeim skilaboðum var beint til Spánverja að ríkisstjórn þeirra bæri ábyrgð á árásinni. „Spánverjar. Ekki flykkjast út á götur til að mótmæla hryðjuverkum, það er tilgangslaust. Þrýstið frekar á ríkisstjórn ykkar og fáið hana til að draga Spán úr þessu krossfararbandalagi,“ stóð í einum skilaboðum. Í öðrum skilaboðum stóð að fleiri árása væri að vænta. „Spánverjar. Það sem gerðist í Barcelona er bara byrjunin.“ Al-Lami hélt því jafnframt fram að miðausturlenskir hryðjuverkamenn litu á árásirnar í Madríd árið 2004 sem fullkomið dæmi um vel heppnaða árás. Árásin var gerð þremur dögum fyrir þingkosningar á Spáni og og átti drjúgan þátt í því að Spánverjar drógu hermenn sína heim frá Írak. Tala látinna hækkaði í fjórtán í gær en margir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi og þá felldi lögregla einnig fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni í bænum Cambrils. Umfangsmikil leit var í gær gerð að hinum marokkóska Moussa Oukabir, sem talinn er hafa keyrt sendiferðabíl niður Römbluna með fyrrnefndum afleiðingum. Seint í gærkvöldi var greint frá því að Oukabir hefði verið á meðal þeirra sem lögregla skaut til bana í Cambrils. Spænskir fjölmiðlar greindu frá því að Oukabir hefði leigt tvo sendiferðabíla, annan til að fremja voðaverkið og hinn til þess að sleppa. Driss Oukabir, bróðir Moussa, var eftirlýstur um stund en skilríki hans voru notuð til að leigja bílana. Hann gaf sig fram á miðvikudag og sagðist saklaus, skilríkjum hans hefði verið stolið. Þá leitar lögregla einnig að þeim Said Aallaa, Mohamed Hychami og Younes Abouyaaqoub. Allir eru þeir fæddir í Marokkó. Katalónska lögreglan greindi frá því í gær að til hefði staðið að gera mun stærri árásir en þá sem gerð var á Römbluna. Á miðvikudag sprungu gastankar í húsi í smábænum Alcanar, suður af Barcelona. Sagði lögregla að þar hefðu fundist um tuttugu gastankar sem voru útbúnir til þess að nota í stórum árásum. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg á Spáni. Þá munu Spánverjar heiðra hina látnu með mínútu þögn í hádeginu í dag, eða klukkan 10.00 að íslenskum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Markmiðið með árás hryðjuverkamanna Íslamska ríkisins (ISIS) á Römbluna í Barcelona var að setja þrýsting á spænsk stjórnvöld og spænskan almenning í þeirri von að Spánn dragi sig út úr hernaðarbandalaginu gegn ISIS. Þessu hélt Mina al-Lami, greinandi BBC, fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í gær. Rás ISIS á spjallforritinu Telegram birti í kjölfar árásarinnar fjölda innleggja, bæði á arabísku og spænsku, þar sem þeim skilaboðum var beint til Spánverja að ríkisstjórn þeirra bæri ábyrgð á árásinni. „Spánverjar. Ekki flykkjast út á götur til að mótmæla hryðjuverkum, það er tilgangslaust. Þrýstið frekar á ríkisstjórn ykkar og fáið hana til að draga Spán úr þessu krossfararbandalagi,“ stóð í einum skilaboðum. Í öðrum skilaboðum stóð að fleiri árása væri að vænta. „Spánverjar. Það sem gerðist í Barcelona er bara byrjunin.“ Al-Lami hélt því jafnframt fram að miðausturlenskir hryðjuverkamenn litu á árásirnar í Madríd árið 2004 sem fullkomið dæmi um vel heppnaða árás. Árásin var gerð þremur dögum fyrir þingkosningar á Spáni og og átti drjúgan þátt í því að Spánverjar drógu hermenn sína heim frá Írak. Tala látinna hækkaði í fjórtán í gær en margir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi og þá felldi lögregla einnig fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni í bænum Cambrils. Umfangsmikil leit var í gær gerð að hinum marokkóska Moussa Oukabir, sem talinn er hafa keyrt sendiferðabíl niður Römbluna með fyrrnefndum afleiðingum. Seint í gærkvöldi var greint frá því að Oukabir hefði verið á meðal þeirra sem lögregla skaut til bana í Cambrils. Spænskir fjölmiðlar greindu frá því að Oukabir hefði leigt tvo sendiferðabíla, annan til að fremja voðaverkið og hinn til þess að sleppa. Driss Oukabir, bróðir Moussa, var eftirlýstur um stund en skilríki hans voru notuð til að leigja bílana. Hann gaf sig fram á miðvikudag og sagðist saklaus, skilríkjum hans hefði verið stolið. Þá leitar lögregla einnig að þeim Said Aallaa, Mohamed Hychami og Younes Abouyaaqoub. Allir eru þeir fæddir í Marokkó. Katalónska lögreglan greindi frá því í gær að til hefði staðið að gera mun stærri árásir en þá sem gerð var á Römbluna. Á miðvikudag sprungu gastankar í húsi í smábænum Alcanar, suður af Barcelona. Sagði lögregla að þar hefðu fundist um tuttugu gastankar sem voru útbúnir til þess að nota í stórum árásum. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg á Spáni. Þá munu Spánverjar heiðra hina látnu með mínútu þögn í hádeginu í dag, eða klukkan 10.00 að íslenskum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira