Ferðamenn sníktu pítsuafganga á Laugaveginum: „Everything is so expensive here“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 13:30 Ferðamennirnir kátu frá Berlín gengu sáttir á brott með fjórar pítsusneiðar en þeir segja ástæðuna fyrir bóninni vera hátt verðlag í Reykjavík. Helga MArgrét guðmundsdóttir Hópur íslenskra vinkvenna sat og naut sólarinnar á Laugaveginum í gær þegar fjóra ferðamenn bar að garði. Ferðamennirnir spurðu hvort í lagi væri að þeir borðuðu pítsuafganga sem vinkonurnar höfðu skilið eftir á diskum sínum. Að sögn einnar vinkonunnar á staðnum báru ferðamennirnir fyrir sig háu verðlagi á Íslandi. Helga Margrét Gunnarsdóttir gerði sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur í gær. Hún og vinkonur hennar settust niður á veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Laugavegi, sleiktu sólina og pöntuðu sér pítsur. Þær náðu þó ekki að torga öllum sneiðunum en nokkrar voru eftir í lok máltíðar.Helga Margrét Gunnarsdóttir kom svöngum ferðamönnum til hjálpar á Laugaveginum í gær.Helga Margrét GuðmundsdóttirÞá komu aðvífandi fjórir ferðamenn, sem að sögn Helgu Margrétar virtust vera á þrítugsaldri, og spurðu hvort þeir mættu fá afgangana. Þeir gengu svo sáttir á brott með fjórar pítsusneiðar, að því er Helga Margrét greindi frá á Facebook-síðu sinni í gær.„You know, everything is so expensive here“ Í samtali við Vísi segir Helga Margrét að ferðamennirnir, sem sögðust vera frá Berlín í Þýskalandi, hafi aðspurðir sagt ástæðuna fyrir bóninni vera hátt verðlag á Íslandi. „Það var bara „you know, everything is so expensive here,“ bara að þetta væri allt svo dýrt hérna á Íslandi.“ Þá segir hún ferðamennina, tvo karla og tvær konur, hafa verið hina allra venjulegustu túrista. „Þau voru alls ekki fátækleg eða neitt svoleiðis, bara venjulegir ferðamenn.“ Ferðamannapúlsinn, sem mælir ánægju ferðamanna með dvöl sína á Íslandi, var marktækt lægri núna í maí en í maí árið 2016. Einn af undirþáttum ferðamannapúlsins sneri að því hvort Íslandsferðin hafi verið peninganna virði en sá þáttur hefur lækkað um tæp 7 stig síðastliðna 12 mánuði. Styrking krónunnar er þar talin spila stórt hlutverk.Svo krúttleg að þær gátu ekki sagt nei Vinkonurnar tóku vel í bón unga fólksins á Laugaveginum í gær en Helga Margrét segir sjálfsagt að sporna við matarsóun á þennan hátt. „Við hefðum líklega tekið afgangana með okkur en þau voru bara svo krúttleg að það var ekki hægt að segja nei við þau,“ segir Helga Margrét sem sýnir málinu fullan skilning. „Já, já, okkur fannst þetta aðallega bara fyndið. En bara flott hjá þeim, og gott að vera ekki að sóa mat.“ En er þetta í fyrsta sinn sem Helga Margrét fær dýrtíðina í Reykjavík, frá sjónarhorni túrista, svona beint í æð? „Já, ég hef allavega ekki lent í neinu svona áður.“Færslu Helgu Margrétar frá því í gær má skoða í heild sinni hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Hópur íslenskra vinkvenna sat og naut sólarinnar á Laugaveginum í gær þegar fjóra ferðamenn bar að garði. Ferðamennirnir spurðu hvort í lagi væri að þeir borðuðu pítsuafganga sem vinkonurnar höfðu skilið eftir á diskum sínum. Að sögn einnar vinkonunnar á staðnum báru ferðamennirnir fyrir sig háu verðlagi á Íslandi. Helga Margrét Gunnarsdóttir gerði sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur í gær. Hún og vinkonur hennar settust niður á veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Laugavegi, sleiktu sólina og pöntuðu sér pítsur. Þær náðu þó ekki að torga öllum sneiðunum en nokkrar voru eftir í lok máltíðar.Helga Margrét Gunnarsdóttir kom svöngum ferðamönnum til hjálpar á Laugaveginum í gær.Helga Margrét GuðmundsdóttirÞá komu aðvífandi fjórir ferðamenn, sem að sögn Helgu Margrétar virtust vera á þrítugsaldri, og spurðu hvort þeir mættu fá afgangana. Þeir gengu svo sáttir á brott með fjórar pítsusneiðar, að því er Helga Margrét greindi frá á Facebook-síðu sinni í gær.„You know, everything is so expensive here“ Í samtali við Vísi segir Helga Margrét að ferðamennirnir, sem sögðust vera frá Berlín í Þýskalandi, hafi aðspurðir sagt ástæðuna fyrir bóninni vera hátt verðlag á Íslandi. „Það var bara „you know, everything is so expensive here,“ bara að þetta væri allt svo dýrt hérna á Íslandi.“ Þá segir hún ferðamennina, tvo karla og tvær konur, hafa verið hina allra venjulegustu túrista. „Þau voru alls ekki fátækleg eða neitt svoleiðis, bara venjulegir ferðamenn.“ Ferðamannapúlsinn, sem mælir ánægju ferðamanna með dvöl sína á Íslandi, var marktækt lægri núna í maí en í maí árið 2016. Einn af undirþáttum ferðamannapúlsins sneri að því hvort Íslandsferðin hafi verið peninganna virði en sá þáttur hefur lækkað um tæp 7 stig síðastliðna 12 mánuði. Styrking krónunnar er þar talin spila stórt hlutverk.Svo krúttleg að þær gátu ekki sagt nei Vinkonurnar tóku vel í bón unga fólksins á Laugaveginum í gær en Helga Margrét segir sjálfsagt að sporna við matarsóun á þennan hátt. „Við hefðum líklega tekið afgangana með okkur en þau voru bara svo krúttleg að það var ekki hægt að segja nei við þau,“ segir Helga Margrét sem sýnir málinu fullan skilning. „Já, já, okkur fannst þetta aðallega bara fyndið. En bara flott hjá þeim, og gott að vera ekki að sóa mat.“ En er þetta í fyrsta sinn sem Helga Margrét fær dýrtíðina í Reykjavík, frá sjónarhorni túrista, svona beint í æð? „Já, ég hef allavega ekki lent í neinu svona áður.“Færslu Helgu Margrétar frá því í gær má skoða í heild sinni hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira