Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu, segir að öryggisgæsla á Menningarnótt verði með hefðbundnu sniði og hefur verið á öðrum hátíðum í sumar. Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi.
Aðspurður hvort nýleg árás í Barcelona í gær, þar sem maður ók inn í hóp fólks í miðborg borgarinnar, hefði áhrif á verklag þeirra fyrir hátíðina svarar Jóhann því neitandi. Ekki verða vopnaðir lögreglumenn á svæðinu og allt verður með hefðbundnu sniði.

