Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hélt í morgun í sína síðustu æfingaferð fyrir EM í Finnlandi sem hefst þann 31. ágúst næstkomandi.
Craig Pedersen valdi 12 leikmenn sem fara utan. Þeir Axel Kárason, Ólafur Ólafsson og Sigtryggur Arnar Björnsson, koma til æfinga að nýju við heimkomuna 24. ágúst.
Íslensku strákarnir fara fyrst til Székesfehérvár í Ungverjalandi þar sem þeir mæta heimamönnum í tveimur æfingaleikjum. Þeir fara fram á laugardaginn og sunnudaginn.
Ísland og Ungverjaland mættust á æfingamóti í Rússlandi á dögunum þar sem íslenska liðið hafði betur.
Á mánudaginn heldur íslenska liðið yfir til Litháen. Tveimur dögum síðar mætir það gríðarsterku liði Litháa í bænum Siauliai. Litháen endaði í 2. sæti á EM fyrir tveimur árum.
Íslensku strákarnir koma aftur heim 24. ágúst og fara svo til Finnlands fjórum dögum síðar. Fyrsti leikurinn á EM er svo gegn Grikklandi 31. ágúst.
Landsliðshópurinn sem fer til Ungverjalands og Litháens:
1 Martin Hermannsson, Châlon-Reims (FRA) - 50 landsleikir
3 Ægir Þór Steinarsson, Tau Castello (SPÁ) - 45
6 Kristófer Acox, KR - 22
8 Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 108
9 Jón Arnór Stefánsson, KR - 89
10 Elvar Már Friðriksson, University (BNA) - 24
13 Hörður Axel Vilhjálmsson, Astana (KAS) - 62
14 Logi Gunnarsson, Njarðvík - 135
15 Pavel Ermolinskij, KR - 59
24 Haukur Helgi Pálsson, Cholet Basket (FRA) - 53
34 Tryggvi Snær Hlinason, Valencia (SPÁ) - 16
88 Brynjar Þór Björnsson, KR - 59
Axel, Ólafur og Sigtryggur Arnar fara ekki með í síðustu æfingaferðina
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

