Nú hefur Beyoncé gefið út 600-blaðsíðna doðrant í sambandi við plötuna, sem heitir How To Make Lemonade. Bókin er hin fullkomna á stofuborðið, en hún fer vel yfir tísku myndbandanna og útskýrir hvað flíkur hennar tákna og afhverju. Innblástur plötunnar, fólkið sem hún vann með og útlit bókarinnar er vel út hugsað og fallega sett upp.
Skemmtileg leið til að fara aðeins inn í huga Beyoncé og kynnast henni betur. Listræn og falleg bók hér á ferðinni.
Á heimasíðu Beyoncé er hægt að lesa meira um bókina og versla hana.







