Ætlar heilt maraþon ef hann nær að safna 300 þúsund: "Þó að ég þurfi að skríða það þá fer ég“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 21:00 Þorvaldur segist síður en svo vera vanur hlaupari en ætlar ekki að skorast undan áskoruninni. Erlingur Erlingsson Þorvaldur Daníelsson skráði sig í gær í 10 kílómetra hlaup í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Þegar hann sagði frá því á Facebook tilkynnti hann að ef áheitasöfnun hans færi yfir 100.000 krónur myndi hann breyta skráningu sinni og fara hálft maraþon, 21,2 kílómeter. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og náðist markmiðið á innan við sólahring. Hann ætlar ekki að skorast undan áskoruninni sem gæti orðið að heilu maraþoni. „Að sjálfsögðu, ég segi ekki svona og stend svo ekki við það. Ég skokka og labba bara,“ segir Þorvaldur kátur þegar blaðamaður hafði samband við hann. Þorvaldur segist síður en svo vera vanur hlaupari en hefur þó óskað eftir breytingu á skráningu sinni yfir í hálfmaraþon. „Ég er meira að segja með ónýt hné. Ég er meira að hjóla,“ segir Þorvaldur sem er stofnandi Hjólakrafts. „Ég hef stundum farið í WOW Cyclothon með hóp af krökkum, við vorum með 11 lið í ár.“Safnar fyrir stúlkur í NepalÞorvaldur safnar fyrir góðgerðarsamtökin Empower Nepali Girls – Íslandsdeild, sem styðja nú 280 stúlkur til náms. Á áheitasíðunni sinni segir hann: „Hún Guðrún Harpa Bjarnadóttir, vinkona mín, skaust til Nepal og það breytti lífi hennar. Með því að styðja við bakið á nepölskum stelpum er hægt að breyta lífi þeirra á svo ótrúlegan hátt og Guðrún Harpa hefur brunnið fyrir því að leggja þeim lið... ég vil leggja mitt á vogarskálar og ætla því að sultast eitthvað í þessu hlaupi - það verður ekki á neinum spennandi tíma en hverjum liggur á?“ Hann hefur lengst farið 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu svo hans bíður sannarlega krefjandi áskorun, hálfmaraþon eða jafnvel maraþon. Einn af vinum Þorvalds á Facebook spurði hvað þyrfti að borga honum fyrir að fara heilt maraþon á laugardag, 42,2 kílómetra. Þorvaldur var snöggur að svara því: „ekki mér - Empower Nepali Girls - myndi gera það fyrir 300.000.“ „Reykjavíkurmaraþonið er svo sniðug leið fyrir fólk til þess að safna áheitum fyrir góðgerðarfélög. Á sama tíma getur fólk líka, líkt og ég er að gera, sett eitthvað markmið og þá verður til einhver stemning sem ýtir við manni og einhverjum fleirum kannski. Maður getur notað þetta pepp til þess að fara framúr sjálfum sér, maður getur alltaf miklu meira en maður heldur.“Eins og sjá má skráði Þorvaldur sig upprunalega í 10 km hlaupEfast ekki í eina mínútu Þorvaldur segir að öll þessi góðgerðarfélög sem er verið að safna fyrir í Reykjavíkurmaraþoninu séu að vinna gott starf. „Á bakvið þessi félög er svo líka fólk sem er að heyja allskonar baráttur sem það hefur jafnvel ekki kosið sér sjálft. Það er því sjálfsagt mál að nota tækifærið og leggja því við.“ Þegar þetta er skrifað var áheitasöfnun Þorvaldar komin í 110.000 krónur. „Ég efast ekki um það í eina mínútu að ég fari þennan 21 kílómeter,“ segir Þorvaldur. Aðspurður um það hvort hann fari í heilt maraþon ef áheitasöfnunin fer í 300.000 svarar hann einfaldlega: „Þó að ég þurfi að skríða það þá fer ég.“Hér má finna áheitasíðu Þorvaldar. Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47 Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: „Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Þorvaldur Daníelsson skráði sig í gær í 10 kílómetra hlaup í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Þegar hann sagði frá því á Facebook tilkynnti hann að ef áheitasöfnun hans færi yfir 100.000 krónur myndi hann breyta skráningu sinni og fara hálft maraþon, 21,2 kílómeter. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og náðist markmiðið á innan við sólahring. Hann ætlar ekki að skorast undan áskoruninni sem gæti orðið að heilu maraþoni. „Að sjálfsögðu, ég segi ekki svona og stend svo ekki við það. Ég skokka og labba bara,“ segir Þorvaldur kátur þegar blaðamaður hafði samband við hann. Þorvaldur segist síður en svo vera vanur hlaupari en hefur þó óskað eftir breytingu á skráningu sinni yfir í hálfmaraþon. „Ég er meira að segja með ónýt hné. Ég er meira að hjóla,“ segir Þorvaldur sem er stofnandi Hjólakrafts. „Ég hef stundum farið í WOW Cyclothon með hóp af krökkum, við vorum með 11 lið í ár.“Safnar fyrir stúlkur í NepalÞorvaldur safnar fyrir góðgerðarsamtökin Empower Nepali Girls – Íslandsdeild, sem styðja nú 280 stúlkur til náms. Á áheitasíðunni sinni segir hann: „Hún Guðrún Harpa Bjarnadóttir, vinkona mín, skaust til Nepal og það breytti lífi hennar. Með því að styðja við bakið á nepölskum stelpum er hægt að breyta lífi þeirra á svo ótrúlegan hátt og Guðrún Harpa hefur brunnið fyrir því að leggja þeim lið... ég vil leggja mitt á vogarskálar og ætla því að sultast eitthvað í þessu hlaupi - það verður ekki á neinum spennandi tíma en hverjum liggur á?“ Hann hefur lengst farið 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu svo hans bíður sannarlega krefjandi áskorun, hálfmaraþon eða jafnvel maraþon. Einn af vinum Þorvalds á Facebook spurði hvað þyrfti að borga honum fyrir að fara heilt maraþon á laugardag, 42,2 kílómetra. Þorvaldur var snöggur að svara því: „ekki mér - Empower Nepali Girls - myndi gera það fyrir 300.000.“ „Reykjavíkurmaraþonið er svo sniðug leið fyrir fólk til þess að safna áheitum fyrir góðgerðarfélög. Á sama tíma getur fólk líka, líkt og ég er að gera, sett eitthvað markmið og þá verður til einhver stemning sem ýtir við manni og einhverjum fleirum kannski. Maður getur notað þetta pepp til þess að fara framúr sjálfum sér, maður getur alltaf miklu meira en maður heldur.“Eins og sjá má skráði Þorvaldur sig upprunalega í 10 km hlaupEfast ekki í eina mínútu Þorvaldur segir að öll þessi góðgerðarfélög sem er verið að safna fyrir í Reykjavíkurmaraþoninu séu að vinna gott starf. „Á bakvið þessi félög er svo líka fólk sem er að heyja allskonar baráttur sem það hefur jafnvel ekki kosið sér sjálft. Það er því sjálfsagt mál að nota tækifærið og leggja því við.“ Þegar þetta er skrifað var áheitasöfnun Þorvaldar komin í 110.000 krónur. „Ég efast ekki um það í eina mínútu að ég fari þennan 21 kílómeter,“ segir Þorvaldur. Aðspurður um það hvort hann fari í heilt maraþon ef áheitasöfnunin fer í 300.000 svarar hann einfaldlega: „Þó að ég þurfi að skríða það þá fer ég.“Hér má finna áheitasíðu Þorvaldar.
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47 Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: „Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47
Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: „Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent