Fjárfestum í leikskólum landsins – þar er arður framtíðarinnar Anna Karólína Vilhjálmsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Special Olympics á Íslandi hóf árið 2015 innleiðingu YAP á Íslandi en það er alþjóðaverkefni sem hefur að markmiði að öll börn, fái nauðsynlega hreyfiþjálfun. Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili Special Olympics á Íslandi og vonast er til að innleiðing YAP eða Young Athlete Project hafi áhrif til framtíðar varðandi þátttöku barna í íþróttastarfi. Alþjóðasamtök Special Olympics voru sett á fót af Kennedy fjölskyldunni árið 1968. Öll verkefni taka mið af því að hægt sé að skapa aðstæður til að allir geti notið sín á eigin verðleikum. YAP var þróað í samstarfi við háskóla í Boston, myndrænt og einfalt aðgengi er að ókeypis fræðsluefni en taka þurfti mið af mismunandi aðstæðum í aðildarlöndum SOI. www.specialolympics.org Með einföldu prófi er skoðað hvort ástæða sé til að börnin fái aukatíma í hreyfiþjálfun en einnig getur markviss hreyfiþjálfun sem fléttast inn í dagleg verkefni haft jákvæð áhrif. Áhersla er lögð á að bregðast við sé ástæða til þannig að börnin fái tækifæri til að eflast og styrkjast. Auk þess sem aðildarfélög ÍF hafa verið hvött til að efla starf fyrir ung börn hefur verið lögð mikil áhersla á samstarf við leikskóla og að öll börn séu þar þátttakendur. YAP verkefnið hefur verið kynnt í leikskólum í nokkrum sveitarfélögum og kynningardagar hafa verið haldnir í Reykjanesbæ og á Akureyri. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að upplifa þann mikla áhuga og eldmóð sem er til staðar hjá leikskólastjórum og starfsfólki sem er mjög meðvitað um gildi snemmtækrar íhlutunar. Þrátt fyrir að margir leikskólar á Íslandi hafi starfað markvisst að hreyfiþjálfun barna, ekki síst heilsuleikskólar, hefur undantekningarlaust verið áhugi á að nýta YAP-fræðsluefnið. Mörg aðildarlönd SOI taka þátt í YAP og því gefst tækifæri til alþjóðasamstarfs. Fyrst og fremst er þó markmið að efla og styrkja hreyfifærni ungra barna og stuðla að færni til framtíðar. Það hefur verið mjög lærdómsríkt að fá tækifæri til að heimsækja leikskóla landsins og hitta fólk sem brennur af áhuga og eldmóði þegar kemur að hagsmunum barna. Á sama tíma og stefna er sett um heilsueflandi sveitarfélög, skóla og stofnanir er mikilvægt að horfa til þess starfs sem er að skila markvissum arði til framtíðar. Að skapa umhverfi og aðstæður sem gera kleift að efla og auka hreyfifærni ungra barna hlýtur að vera forvarnarstarf sem skilar ómældum arði til framtíðar. Yfirumsjón með hreyfiþjálfun þyrfti að vera í höndum sérmenntaðs starfsmanns, það hlýtur að vera sérhæft faglegt verkefni að bera ábyrgð á markvissri hreyfiþjálfun barna í leikskólum landsins. Af einhverjum ástæðum virðist ekki gert ráð fyrir starfsheitinu „íþróttafræðingur“ í leikskólum. Nokkrir leikskólar hafa þó ráðið íþróttafræðing og aðrir reyna að leita ýmissa leiða til að bæta upp þennan þátt með aðstoð starfsfólks sem hefur reynslu af íþróttastarfi og þjálfun. Stefnt er að því að halda áfram kynningarstarfi YAP á Íslandi í öllum landshlutum og koma á samstarfi við íþróttahreyfinguna um að fylgja eftir þessu starfi. Íþróttafélög, sérsambönd, ungmennafélög og ÍSÍ auk ÍF þurfa að taka sameiginlega ábyrgð á því að öll börn fái tækifæri til að taka virkan þátt í markvissri hreyfiþjálfun. Eftir útskrift úr leikskóla verður ferlið óljóst og þar er verk að vinna. Það eru ekki síst þjálfarar sem gegna lykilhlutverki í því að börn njóti íþróttaæfinga. Börn með sérþarfir eða skerta hreyfifærni eiga eins og önnur börn að njóta sín í íþróttastarfi, sama hvar á landinu þau búa. Um leið og þakkir eru færðar til samstarfsaðila YAP á Íslandi þá óskar Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi, leikskólastjórum og starfsfólki til hamingju með frábært starf. Starf sem skilar ómældum arði og er fjárfesting til framtíðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Special Olympics á Íslandi hóf árið 2015 innleiðingu YAP á Íslandi en það er alþjóðaverkefni sem hefur að markmiði að öll börn, fái nauðsynlega hreyfiþjálfun. Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili Special Olympics á Íslandi og vonast er til að innleiðing YAP eða Young Athlete Project hafi áhrif til framtíðar varðandi þátttöku barna í íþróttastarfi. Alþjóðasamtök Special Olympics voru sett á fót af Kennedy fjölskyldunni árið 1968. Öll verkefni taka mið af því að hægt sé að skapa aðstæður til að allir geti notið sín á eigin verðleikum. YAP var þróað í samstarfi við háskóla í Boston, myndrænt og einfalt aðgengi er að ókeypis fræðsluefni en taka þurfti mið af mismunandi aðstæðum í aðildarlöndum SOI. www.specialolympics.org Með einföldu prófi er skoðað hvort ástæða sé til að börnin fái aukatíma í hreyfiþjálfun en einnig getur markviss hreyfiþjálfun sem fléttast inn í dagleg verkefni haft jákvæð áhrif. Áhersla er lögð á að bregðast við sé ástæða til þannig að börnin fái tækifæri til að eflast og styrkjast. Auk þess sem aðildarfélög ÍF hafa verið hvött til að efla starf fyrir ung börn hefur verið lögð mikil áhersla á samstarf við leikskóla og að öll börn séu þar þátttakendur. YAP verkefnið hefur verið kynnt í leikskólum í nokkrum sveitarfélögum og kynningardagar hafa verið haldnir í Reykjanesbæ og á Akureyri. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að upplifa þann mikla áhuga og eldmóð sem er til staðar hjá leikskólastjórum og starfsfólki sem er mjög meðvitað um gildi snemmtækrar íhlutunar. Þrátt fyrir að margir leikskólar á Íslandi hafi starfað markvisst að hreyfiþjálfun barna, ekki síst heilsuleikskólar, hefur undantekningarlaust verið áhugi á að nýta YAP-fræðsluefnið. Mörg aðildarlönd SOI taka þátt í YAP og því gefst tækifæri til alþjóðasamstarfs. Fyrst og fremst er þó markmið að efla og styrkja hreyfifærni ungra barna og stuðla að færni til framtíðar. Það hefur verið mjög lærdómsríkt að fá tækifæri til að heimsækja leikskóla landsins og hitta fólk sem brennur af áhuga og eldmóði þegar kemur að hagsmunum barna. Á sama tíma og stefna er sett um heilsueflandi sveitarfélög, skóla og stofnanir er mikilvægt að horfa til þess starfs sem er að skila markvissum arði til framtíðar. Að skapa umhverfi og aðstæður sem gera kleift að efla og auka hreyfifærni ungra barna hlýtur að vera forvarnarstarf sem skilar ómældum arði til framtíðar. Yfirumsjón með hreyfiþjálfun þyrfti að vera í höndum sérmenntaðs starfsmanns, það hlýtur að vera sérhæft faglegt verkefni að bera ábyrgð á markvissri hreyfiþjálfun barna í leikskólum landsins. Af einhverjum ástæðum virðist ekki gert ráð fyrir starfsheitinu „íþróttafræðingur“ í leikskólum. Nokkrir leikskólar hafa þó ráðið íþróttafræðing og aðrir reyna að leita ýmissa leiða til að bæta upp þennan þátt með aðstoð starfsfólks sem hefur reynslu af íþróttastarfi og þjálfun. Stefnt er að því að halda áfram kynningarstarfi YAP á Íslandi í öllum landshlutum og koma á samstarfi við íþróttahreyfinguna um að fylgja eftir þessu starfi. Íþróttafélög, sérsambönd, ungmennafélög og ÍSÍ auk ÍF þurfa að taka sameiginlega ábyrgð á því að öll börn fái tækifæri til að taka virkan þátt í markvissri hreyfiþjálfun. Eftir útskrift úr leikskóla verður ferlið óljóst og þar er verk að vinna. Það eru ekki síst þjálfarar sem gegna lykilhlutverki í því að börn njóti íþróttaæfinga. Börn með sérþarfir eða skerta hreyfifærni eiga eins og önnur börn að njóta sín í íþróttastarfi, sama hvar á landinu þau búa. Um leið og þakkir eru færðar til samstarfsaðila YAP á Íslandi þá óskar Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi, leikskólastjórum og starfsfólki til hamingju með frábært starf. Starf sem skilar ómældum arði og er fjárfesting til framtíðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun