„Það eru sorglegir hlutir að gerast í Charlottesville og ég verð að tjá mig um þá. Eina leiðin fyrir okkar samfélag til þess að komast áfram er að sýna meiri ást og kærleika,“ sagði James.
„Það er eina leiðin til þess að ná árangri. Þetta snýst ekki um gaurinn sem er kallaður forseti Bandaríkjanna. Þetta snýst um okkur og að við lítum í spegil og spyrjum okkur að því hvað við getum gert til þess að bæta samfélagið.“
James hélt á dóttur sinni er hann hélt ræðuna á góðgerðardegi sem hann stendur fyrir.
Hate has always existed in America. Yes we know that but Donald Trump just made it fashionable again! Statues has nothing to do with us now!
— LeBron James (@KingJames) August 15, 2017