Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Stephen M. Duvernay skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. Í greinaseríunni er leitast við að greina og vísa á bug gagnrýni sem fram hefur komið á íslenska stjórnarskrárferlið og Alþingi hvatt til þess að lögfesta drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Í þessari grein fjöllum við um aðra gagnrýni á stjórnarskrárdrögin. Menn hafa sagt að kjósendur skyldu vara sig á þessum stjórnarskrárdrögum, enda hefði almenningur stjórnað gerð þeirra, en ekki stjórnmálamenn eða svokallaðir sérfræðingar. Þetta nefnum við „óttann við fjöldann“. Íslenska aðferðin fólst í þátttöku sem flestra, og þar var lögð áhersla á að virkja „almenning.“ Þar með eru vefengdar grunnhugmyndir módernísks skilnings á stjórnskipunarrétti, þeirra á meðal er hugmyndin um að stjórnskipunarréttur sé félagslegt fyrirbæri og viðfangsefni sem sé alfarið í höndum löglærðra fagmanna. Einnig er með hinni íslensku aðferð hunsaður sá skilningur að stjórnarskráin sé hin æðsta löggjöf sem nánast sé ógerlegt að breyta. Hvers vegna ætti almenn þátttaka við gerð stjórnarskrár endilega að vera af hinu illa? Hvaða „sérfræðingar“ sömdu Magna Carta og stjórnarskrá Bandaríkjanna? Þessi grundvallarskjöl voru ekki verk „sérfræðinga“ og atvinnustjórnmálamanna, heldur jarðeigenda og valinkunnra bænda. Það er ekki galli við grundvallarlöggjöf að hún sé verk almennings. Þvert á móti er þar kjarni sjálfstjórnar. Aðkoma borgaranna frá upphafi gerir þeim kleift að koma óskum sínum á framfæri við undirbúning að gerð nýrrar stjórnarskrár og við fyrstu drögin að henni. Það getur eflt lýðræðislegan grundvöll stjórnarskrárinnar og orðið til þess að styrkja samstöðuna um réttmæti hennar. Nú er það svo, að grundvöllur fulltrúalýðræðis er sú hugmynd að valdið sé alfarið hjá þjóðinni. Stjórnin þjónar almenningi en ekki öfugt. Í stjórnarskrárdrögunum er þessi grundvallarregla höfð að leiðarljósi. Í aðfaraorðum nýrrar stjórnarskrár segir: Við sem byggjum Ísland og er þannig undirbyggt að fólkið ráði stjórnarháttum. Í 2. grein, þar sem handhafar ríkisvalds eru skilgreindir, er eftirfarandi tekið fram: Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Öll gagnrýni þess efnis, að stjórnarskrárdrögin séu afrakstur of mikillar aðkomu „þjóðarinnar“, hunsar áralangar athuganir löglærðra sérfræðinga og umræður stjórnmálamanna. Stjórnarskrárdrögin eru árangur samvinnuferlis sem Alþingi átti skýra aðild að: það var Alþingi sem skipaði stjórnlagaráð árið 2011, og Alþingi ber að fullgilda drög stjórnlagaráðs til þess að ný stjórnarskrá taki gildi. Að lokum má geta þess að það telst varla róttæk og nýstárleg hugmynd að vilja breyta stjórnarskrá Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra mælti árum saman með umbótum á stjórnarskránni. Svo er núverandi stjórnarskrá ekki fyrsta stjórnarskrá Íslands. Færa má rök fyrir því að hún sé fjórða nútímalega stjórnarskrá þjóðarinnar (fyrst var það danska stjórnarskráin 1849, svo fyrsta íslenska stjórnarskráin 1874, svo stjórnarskráin frá 1920, og núverandi stjórnarskrá sem samþykkt var í júní 1944). Fræðimenn hafa kallað núverandi stjórnarskrá „bráðabirgðaskjal“ sem átti aðeins að gilda tímabundið, þar sem ávallt stóð til að endurskoða hana. Nú er komið að því.Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley-háskóla. Ólöf Pétursdóttir þýddi greinina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tengdar fréttir Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. Í greinaseríunni er leitast við að greina og vísa á bug gagnrýni sem fram hefur komið á íslenska stjórnarskrárferlið og Alþingi hvatt til þess að lögfesta drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Í þessari grein fjöllum við um aðra gagnrýni á stjórnarskrárdrögin. Menn hafa sagt að kjósendur skyldu vara sig á þessum stjórnarskrárdrögum, enda hefði almenningur stjórnað gerð þeirra, en ekki stjórnmálamenn eða svokallaðir sérfræðingar. Þetta nefnum við „óttann við fjöldann“. Íslenska aðferðin fólst í þátttöku sem flestra, og þar var lögð áhersla á að virkja „almenning.“ Þar með eru vefengdar grunnhugmyndir módernísks skilnings á stjórnskipunarrétti, þeirra á meðal er hugmyndin um að stjórnskipunarréttur sé félagslegt fyrirbæri og viðfangsefni sem sé alfarið í höndum löglærðra fagmanna. Einnig er með hinni íslensku aðferð hunsaður sá skilningur að stjórnarskráin sé hin æðsta löggjöf sem nánast sé ógerlegt að breyta. Hvers vegna ætti almenn þátttaka við gerð stjórnarskrár endilega að vera af hinu illa? Hvaða „sérfræðingar“ sömdu Magna Carta og stjórnarskrá Bandaríkjanna? Þessi grundvallarskjöl voru ekki verk „sérfræðinga“ og atvinnustjórnmálamanna, heldur jarðeigenda og valinkunnra bænda. Það er ekki galli við grundvallarlöggjöf að hún sé verk almennings. Þvert á móti er þar kjarni sjálfstjórnar. Aðkoma borgaranna frá upphafi gerir þeim kleift að koma óskum sínum á framfæri við undirbúning að gerð nýrrar stjórnarskrár og við fyrstu drögin að henni. Það getur eflt lýðræðislegan grundvöll stjórnarskrárinnar og orðið til þess að styrkja samstöðuna um réttmæti hennar. Nú er það svo, að grundvöllur fulltrúalýðræðis er sú hugmynd að valdið sé alfarið hjá þjóðinni. Stjórnin þjónar almenningi en ekki öfugt. Í stjórnarskrárdrögunum er þessi grundvallarregla höfð að leiðarljósi. Í aðfaraorðum nýrrar stjórnarskrár segir: Við sem byggjum Ísland og er þannig undirbyggt að fólkið ráði stjórnarháttum. Í 2. grein, þar sem handhafar ríkisvalds eru skilgreindir, er eftirfarandi tekið fram: Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Öll gagnrýni þess efnis, að stjórnarskrárdrögin séu afrakstur of mikillar aðkomu „þjóðarinnar“, hunsar áralangar athuganir löglærðra sérfræðinga og umræður stjórnmálamanna. Stjórnarskrárdrögin eru árangur samvinnuferlis sem Alþingi átti skýra aðild að: það var Alþingi sem skipaði stjórnlagaráð árið 2011, og Alþingi ber að fullgilda drög stjórnlagaráðs til þess að ný stjórnarskrá taki gildi. Að lokum má geta þess að það telst varla róttæk og nýstárleg hugmynd að vilja breyta stjórnarskrá Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra mælti árum saman með umbótum á stjórnarskránni. Svo er núverandi stjórnarskrá ekki fyrsta stjórnarskrá Íslands. Færa má rök fyrir því að hún sé fjórða nútímalega stjórnarskrá þjóðarinnar (fyrst var það danska stjórnarskráin 1849, svo fyrsta íslenska stjórnarskráin 1874, svo stjórnarskráin frá 1920, og núverandi stjórnarskrá sem samþykkt var í júní 1944). Fræðimenn hafa kallað núverandi stjórnarskrá „bráðabirgðaskjal“ sem átti aðeins að gilda tímabundið, þar sem ávallt stóð til að endurskoða hana. Nú er komið að því.Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley-háskóla. Ólöf Pétursdóttir þýddi greinina.
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun