Sjálfsvíg algengur fylgikvilli netfíknar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 20:00 Netfíkn er orðinn algengur vandi meðal barna og ungmenna hér á landi og tilraunum til sjálfsvígs í kjölfar fíknarinnar fjölgar stöðugt. Þetta segir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í málum er varða netfíkn. „Eftir því sem fólk situr lengur við og er meira fyrir framan tölvuna þá náttúrulega versna einkennin og það einangrar sig alltaf meira og meira og verður meira fyrir barðinu á því sem það er að gera. Það einangrast frá vinum og fjölskyldu og dettur út úr skóla, hættir að geta unnið. Þegar það er svo komið yfir ákveðinn aldur þá allt í einu er það orðið fullorðið, en ekkert í lífinu passar við það að vera fullorðinn,” segir Eyjólfur. Hann segir sjálfsvígstilraunum hafa fjölgað mikið á undanförnum árum. „Alveg helling. Alveg mjög mjög mikið og það er mikið um það talað í þeim hringjum sem ég vinn í með öðrum sálfræðingum. Þar er mikið um það talað hversu stórt vandamál það er orðið hjá þeim sem til dæmis eldri sem sjá enga leið aðra en að enda lífið.” Eyjólfur segir netfíknina erfiða viðureignar enda sé ekki hægt að komast hjá notkun snjalltækja. Hins vegar sé alltaf lausn í sjónmáli. Hann kallar eftir frekari umræðu. „Fyrst og fremst er það vitundarvakning. Það er það sem við að mörgu leyti treystum og trúum á. Tækin eru komin til að vera og eftir því sem við lærum hægt og rólega að nota þau og stýra hvernig við notum þau þá í raun og veru þurfi þetta til framtíðar ekki að vera svona stórt vandamál.” Hann hvetur foreldra til þess að vera meðvitað um tölvunotkun barna sinna, og jafnvel taka þátt í henni með þeim. Samkvæmt upplýsingum frá BUGL leita börn og ungmenni í vaxandi mæli á deildina vegna vandamála er varða tölvunotkun, en ekki eru til tölur um hversu margir leita þangað vegna netfíknar. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Netfíkn er orðinn algengur vandi meðal barna og ungmenna hér á landi og tilraunum til sjálfsvígs í kjölfar fíknarinnar fjölgar stöðugt. Þetta segir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í málum er varða netfíkn. „Eftir því sem fólk situr lengur við og er meira fyrir framan tölvuna þá náttúrulega versna einkennin og það einangrar sig alltaf meira og meira og verður meira fyrir barðinu á því sem það er að gera. Það einangrast frá vinum og fjölskyldu og dettur út úr skóla, hættir að geta unnið. Þegar það er svo komið yfir ákveðinn aldur þá allt í einu er það orðið fullorðið, en ekkert í lífinu passar við það að vera fullorðinn,” segir Eyjólfur. Hann segir sjálfsvígstilraunum hafa fjölgað mikið á undanförnum árum. „Alveg helling. Alveg mjög mjög mikið og það er mikið um það talað í þeim hringjum sem ég vinn í með öðrum sálfræðingum. Þar er mikið um það talað hversu stórt vandamál það er orðið hjá þeim sem til dæmis eldri sem sjá enga leið aðra en að enda lífið.” Eyjólfur segir netfíknina erfiða viðureignar enda sé ekki hægt að komast hjá notkun snjalltækja. Hins vegar sé alltaf lausn í sjónmáli. Hann kallar eftir frekari umræðu. „Fyrst og fremst er það vitundarvakning. Það er það sem við að mörgu leyti treystum og trúum á. Tækin eru komin til að vera og eftir því sem við lærum hægt og rólega að nota þau og stýra hvernig við notum þau þá í raun og veru þurfi þetta til framtíðar ekki að vera svona stórt vandamál.” Hann hvetur foreldra til þess að vera meðvitað um tölvunotkun barna sinna, og jafnvel taka þátt í henni með þeim. Samkvæmt upplýsingum frá BUGL leita börn og ungmenni í vaxandi mæli á deildina vegna vandamála er varða tölvunotkun, en ekki eru til tölur um hversu margir leita þangað vegna netfíknar.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira