Leiðtogakjör í Reykjavík Árni Árnason skrifar 15. ágúst 2017 08:00 Á fundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í síðustu viku, var samþykkt tillaga þess efnis, að farin verði blönduð leið við val á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gærmorgun lagði ég fram tillöguna sem felur í sér leiðtogakjör um fyrsta sæti framboðslistans. Einstaka sjálfstæðismenn í Reykjavík virðast telja þessa tillögu ólýðræðislega. Það er misskilningur. Tillagan felur í sér að allir sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa kosningarétt í leiðtogakjörinu. Uppstillinganefnd kjörin af fulltrúaráðsmeðlimum mun hins vegar raða í önnur sæti listans. Það eru þrjár meginástæður þess að ég tel þessa leið besta fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík: Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn átt erfitt uppdráttar í borginni síðustu misserin. Þegar kannanir eru skoðaðar er augljóst að flokkurinn á æ minni samhljóm með konum og yngri kjósendum. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tefldum við fram þremur karlmönnum í efstu sætunum sem skýrir að stóru leyti áhugaleysi þessara tveggja hópa. Nái tillagan mín fram að ganga getum við komið í veg fyrir skertan hlut kvenna og ungs fólks í stjórnmálaþátttöku innan Sjálfstæðisflokksins. Í öðru lagi er staðan í borginni með þeim hætti að úthverfi hennar upplifa sig í æ minni tengslum við stjórnsýslu og þjónustustig borgarinnar. Stór hluti borgarfulltrúa sem nú eiga sæti í borgarstjórn takmarkast við miðborgina. Reykjavík er stórborg og hver íbúi er mikilvægur í heildar samhenginu og því ber að tefla fram framboðslista sem tekur tillit til kyns, aldurs og búsetu innan borgarmarkanna til að endurspegla flóru borgarinnar. Í þriðja lagi þarf flokkurinn að sýna þor og áræði til að fara nýjar leiðir og draga lærdóm af deyfð og kosningaósigrum í Reykjavík á undanförnum árum. Vörður hélt fjölmennt, gróskumikið og afar vel heppnað Reykjavíkurþing núna í vor þar sem grasrót flokksins í Reykjavík náði víðtækri samstöðu um meginstefnumál flokksins í borgarmálum. Sú framtíðarsýn sem þar var mótuð er alfarið og augljóslega í anda Sjálfstæðisstefnunnar. Sá einhugur og styrkleiki sem þar ríkti styrkir mig í þeirri trú að blandaða leiðin muni skila frambærilegum framboðslista sem mun gera Sjálfstæðisflokkinn að raunverulegum valkosti fyrir kjósendur og eiga samleið með þeim í næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn, einn og sér, hélt meirihluta í bæjar- og borgarstjórn Reykjavíkur frá stofnun flokksins til 1978 og aftur 1982 til 1994. Hann hefur mest náð 10 borgarfulltrúum en hefur nú aðeins fjóra. Sagan sýnir okkur því að stefna Sjálfstæðisflokksins á fullt erindi til kjósenda sem eru orðnir langþreyttir á forsjárhyggju og aðgerðarleysi vinstri flokkanna. Til að ná vopnum okkar og fyrri styrk, þurfum við einungis að sýna vilja, kjark og samstöðu á fulltrúaráðsfundinum, styðja tillöguna og stuðla þar með að farsælum framboðslista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélagnna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á fundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í síðustu viku, var samþykkt tillaga þess efnis, að farin verði blönduð leið við val á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gærmorgun lagði ég fram tillöguna sem felur í sér leiðtogakjör um fyrsta sæti framboðslistans. Einstaka sjálfstæðismenn í Reykjavík virðast telja þessa tillögu ólýðræðislega. Það er misskilningur. Tillagan felur í sér að allir sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa kosningarétt í leiðtogakjörinu. Uppstillinganefnd kjörin af fulltrúaráðsmeðlimum mun hins vegar raða í önnur sæti listans. Það eru þrjár meginástæður þess að ég tel þessa leið besta fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík: Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn átt erfitt uppdráttar í borginni síðustu misserin. Þegar kannanir eru skoðaðar er augljóst að flokkurinn á æ minni samhljóm með konum og yngri kjósendum. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tefldum við fram þremur karlmönnum í efstu sætunum sem skýrir að stóru leyti áhugaleysi þessara tveggja hópa. Nái tillagan mín fram að ganga getum við komið í veg fyrir skertan hlut kvenna og ungs fólks í stjórnmálaþátttöku innan Sjálfstæðisflokksins. Í öðru lagi er staðan í borginni með þeim hætti að úthverfi hennar upplifa sig í æ minni tengslum við stjórnsýslu og þjónustustig borgarinnar. Stór hluti borgarfulltrúa sem nú eiga sæti í borgarstjórn takmarkast við miðborgina. Reykjavík er stórborg og hver íbúi er mikilvægur í heildar samhenginu og því ber að tefla fram framboðslista sem tekur tillit til kyns, aldurs og búsetu innan borgarmarkanna til að endurspegla flóru borgarinnar. Í þriðja lagi þarf flokkurinn að sýna þor og áræði til að fara nýjar leiðir og draga lærdóm af deyfð og kosningaósigrum í Reykjavík á undanförnum árum. Vörður hélt fjölmennt, gróskumikið og afar vel heppnað Reykjavíkurþing núna í vor þar sem grasrót flokksins í Reykjavík náði víðtækri samstöðu um meginstefnumál flokksins í borgarmálum. Sú framtíðarsýn sem þar var mótuð er alfarið og augljóslega í anda Sjálfstæðisstefnunnar. Sá einhugur og styrkleiki sem þar ríkti styrkir mig í þeirri trú að blandaða leiðin muni skila frambærilegum framboðslista sem mun gera Sjálfstæðisflokkinn að raunverulegum valkosti fyrir kjósendur og eiga samleið með þeim í næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn, einn og sér, hélt meirihluta í bæjar- og borgarstjórn Reykjavíkur frá stofnun flokksins til 1978 og aftur 1982 til 1994. Hann hefur mest náð 10 borgarfulltrúum en hefur nú aðeins fjóra. Sagan sýnir okkur því að stefna Sjálfstæðisflokksins á fullt erindi til kjósenda sem eru orðnir langþreyttir á forsjárhyggju og aðgerðarleysi vinstri flokkanna. Til að ná vopnum okkar og fyrri styrk, þurfum við einungis að sýna vilja, kjark og samstöðu á fulltrúaráðsfundinum, styðja tillöguna og stuðla þar með að farsælum framboðslista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélagnna í Reykjavík
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun