Raunsæi – endilega Ari Trausti Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Þegar rætt er um rafvæðingu fólksbílaflotans fyrir 2030 er mikilvægt að að hafa báða fætur á jörðinni. Nóg er af tálsýnum í stjórnmálum. Sannarlega verður að leggja mikla áherslu á þessa breytingu og hún er afar jákvætt framlag í loftslagsmálunum. En þegar greint er nákvæmlega og horft til heildar blasir við að ferlið er flóknara en svo og til eru aðrar jafn mikilvægar aðgerðir eða mikilvægari en rafvæðing fólksbíla, allt eftir samfélagsgeirum. Endurheimt votlendis og uppgræðsla illa farins lands er dæmi um það. Annað dæmi er full rafvæðing hafna. Framþróun í vistvænum samgöngum fer fram með því að nýta fjölbreyttari orkugjafa en rafmagn. Stærri vinnuvélar og stórir bílar geta og verða að skipta yfir í innlent metan, metanól og lífdísil og vetnisknúnir raffólksbílar og stórir bílar eru ein lausn af nokkrum. Loks verður að koma flota stærri skipa yfir á innlent metan, metanól og lífdísil, jafnvel vetni, en minni skip og bátar ýmist keyra á rafmagni eða innlendu eldsneyti. Íblöndun þotueldsneytis er líka kleif. Engin ein leið getur orðið einhvers konar syndaaflausn fyrir 2030, eða síðar. Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, harðlega gagnrýndri á Alþingi, er alls ekki nægu fjármagni beint til orkuskipta eða mótvægisaðgerða gegn loftslagshlýnun. Það er deginum ljósara að 1,6 milljarða króna viðbót til umhverfismála á þremur af fimm árum áætlunarinnar, að frádregnum byggingarkostnaði gestastofa og fleiri bygginga, dugar hvergi nærri til. Í ofanálag á að skera niður framlög til umhverfismála um 300 milljón krónur í tvö ár. Til nýsköpunar reiknast um 120 milljón króna viðbótarframlög á ári að meðaltali í fimm ár og orkuskipti fá um 70 milljón króna framlag í þrjú ár. Það þarf áreiðanlega nýja forystu í því langa og flókna ferli sem orkuskiptin eru, þar sem raunsæi og þekking stjórnmálamanna, fjárframlög samfélagsins, þátttaka almennings og fyrirtækja og þekking sérfræðinga vísar veginn.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um rafvæðingu fólksbílaflotans fyrir 2030 er mikilvægt að að hafa báða fætur á jörðinni. Nóg er af tálsýnum í stjórnmálum. Sannarlega verður að leggja mikla áherslu á þessa breytingu og hún er afar jákvætt framlag í loftslagsmálunum. En þegar greint er nákvæmlega og horft til heildar blasir við að ferlið er flóknara en svo og til eru aðrar jafn mikilvægar aðgerðir eða mikilvægari en rafvæðing fólksbíla, allt eftir samfélagsgeirum. Endurheimt votlendis og uppgræðsla illa farins lands er dæmi um það. Annað dæmi er full rafvæðing hafna. Framþróun í vistvænum samgöngum fer fram með því að nýta fjölbreyttari orkugjafa en rafmagn. Stærri vinnuvélar og stórir bílar geta og verða að skipta yfir í innlent metan, metanól og lífdísil og vetnisknúnir raffólksbílar og stórir bílar eru ein lausn af nokkrum. Loks verður að koma flota stærri skipa yfir á innlent metan, metanól og lífdísil, jafnvel vetni, en minni skip og bátar ýmist keyra á rafmagni eða innlendu eldsneyti. Íblöndun þotueldsneytis er líka kleif. Engin ein leið getur orðið einhvers konar syndaaflausn fyrir 2030, eða síðar. Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, harðlega gagnrýndri á Alþingi, er alls ekki nægu fjármagni beint til orkuskipta eða mótvægisaðgerða gegn loftslagshlýnun. Það er deginum ljósara að 1,6 milljarða króna viðbót til umhverfismála á þremur af fimm árum áætlunarinnar, að frádregnum byggingarkostnaði gestastofa og fleiri bygginga, dugar hvergi nærri til. Í ofanálag á að skera niður framlög til umhverfismála um 300 milljón krónur í tvö ár. Til nýsköpunar reiknast um 120 milljón króna viðbótarframlög á ári að meðaltali í fimm ár og orkuskipti fá um 70 milljón króna framlag í þrjú ár. Það þarf áreiðanlega nýja forystu í því langa og flókna ferli sem orkuskiptin eru, þar sem raunsæi og þekking stjórnmálamanna, fjárframlög samfélagsins, þátttaka almennings og fyrirtækja og þekking sérfræðinga vísar veginn.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboð.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun