Þýska stórveldið Borussia Dortmund hefur ákveðið að setja Ousmane Dembele í ótímabundið bann frá æfingum liðsins ásamt því að sekta hann.
Dembele sem er aðeins 20 ára gamall hefur verið orðaður við Barcelona undanfarna daga en hann skrópaði á æfingu liðsins á fimmtudaginn.
Var hann sektaður af félaginu og bannað að mæta á æfingu fram á mánudag en félagið hefur nú kosið að framlengja banninu þar til málið verður leyst en honum sé frjálst að æfa einsamall.
Vill Dembele komast til Barcelona eftir aðeins eitt tímabil í herbúðum Dortmund en þýska félagið hefur þegar hafnað einu tilboði frá Börsungum sem eru á fullu að leitast við að styrkja lið sitt þessa dagana.
Dembele skrifaði undir fimm ára samning er hann gekk til liðs við Dortmund á síðasta ári en hann var valinn nýliði ársins og kosinn í lið ársins á fyrsta ári sínu í Þýskalandi.
Dortmund setur Dembele í ótímabundið bann frá æfingum
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti