Fatlaðir eru líka kynverur Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2017 15:00 Embla Guðrúnar Ágústsdóttir Réttindabarátta er langhlaup, með krókum og kimum, því getur verið erfitt að sjá hvernig hún stendur og hvað hefur áunnist. Í mínum huga er alveg ljóst að hinsegin baráttufólk hefur í gegnum tíðina náð miklum árangri og breytt viðhorfum og lögum. Tilvist mín væri með allt öðrum hætti ef ekki væri fyrir baráttu þess,“ segir Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, talskona Tabú. „Á sama tíma hefur margt hinsegin fólk á Íslandi lítið sem ekkert vald yfir eigin líkama, er háð greiningum lækna við að fá nauðsynleg lyf eða meðferðir, nær ómögulegt er fyrir samkynja pör að ættleiða börn og óþarfar aðgerðir eru gerðar á intersex börnum svo þau falli betur að kynjatvíhyggju samfélagsins. Það er því ansi langt í land en mikilvægt að nýta sér það sem hefur áunnist sem hvatningu í áframhaldandi baráttu.“ Embla segist vera af þeirri kynslóð sem kom út úr skápnum þegar miklar breytingar voru að verða á réttarstöðu hinsegin fólks. „Það veitti mér hvatningu og ég var meðvituð um að slíkar breytingar væru ekki sjálfsagðar en þó mögulegar. Í öllum fagnaðarlátunum og gleðinni sofnuðum við, sem þjóð, á verðinum með þeim afleiðingum að í dag uppfyllir Ísland innan við helming þeirra lagalegu skilyrða sem þarf til að tryggja borgaraleg réttindi hinsegin fólks samkvæmt tölum ILGA-Europe. Það er ólíðandi. Ég mun taka þátt í atriði Samtakanna '78 í gleðigöngunni þetta árið þar sem vakin verður athygli á stöðu Íslands samanborið við önnur lönd. Ég vona að þetta muni vekja okkur til vitundar og verða til þess að við gyrðum okkur í brók og krefjumst þess að allt hinsegin fólk á Íslandi búi við borgaraleg réttindi.“Reglulega barngerð Sem fötluð kona upplifir Embla það reglulega að vera barngerð og ekki treyst til þess að taka ábyrgð á eigin lífi. „Þessu fylgir gjarnan sú hugmynd að ég sé ekki kynvera, í raun kynlaus, og ófær um að hafa kynhneigð. Ég fann það þegar ég kom út úr skápnum að fólk efaðist um hæfni mína til að þekkja eigin kynhneigð og sumum þótti óþægilegt að ég væri að gefa til kynna að ég væri kynvera. Ég finn það stundum enn í dag að fólk horfir einkennilega á mig þegar ég leiði eða kyssi kærustuna mína á almannafæri en ég veit auðvitað ekki hvort það er að horfa vegna þess að ég er samkynhneigð, fötluð eða hvort tveggja,“ segir Embla og heldur áfram: „Einnig er sjaldan gert ráð fyrir því að fólk geti bæði verið fatlað og hinsegin því yfirleitt er talað um okkur sem tvo aðskilda hópa. Félagsleg staða okkar á Íslandi er t.d. þannig að eini opinberi hinsegin skemmtistaðurinn er óaðgengilegur mörgu fötluðu fólki sem hefur áhrif á möguleika okkar til þess að kynnast fólki og taka þátt í hluta af menningu hinsegin fólks.“ Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira
Réttindabarátta er langhlaup, með krókum og kimum, því getur verið erfitt að sjá hvernig hún stendur og hvað hefur áunnist. Í mínum huga er alveg ljóst að hinsegin baráttufólk hefur í gegnum tíðina náð miklum árangri og breytt viðhorfum og lögum. Tilvist mín væri með allt öðrum hætti ef ekki væri fyrir baráttu þess,“ segir Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, talskona Tabú. „Á sama tíma hefur margt hinsegin fólk á Íslandi lítið sem ekkert vald yfir eigin líkama, er háð greiningum lækna við að fá nauðsynleg lyf eða meðferðir, nær ómögulegt er fyrir samkynja pör að ættleiða börn og óþarfar aðgerðir eru gerðar á intersex börnum svo þau falli betur að kynjatvíhyggju samfélagsins. Það er því ansi langt í land en mikilvægt að nýta sér það sem hefur áunnist sem hvatningu í áframhaldandi baráttu.“ Embla segist vera af þeirri kynslóð sem kom út úr skápnum þegar miklar breytingar voru að verða á réttarstöðu hinsegin fólks. „Það veitti mér hvatningu og ég var meðvituð um að slíkar breytingar væru ekki sjálfsagðar en þó mögulegar. Í öllum fagnaðarlátunum og gleðinni sofnuðum við, sem þjóð, á verðinum með þeim afleiðingum að í dag uppfyllir Ísland innan við helming þeirra lagalegu skilyrða sem þarf til að tryggja borgaraleg réttindi hinsegin fólks samkvæmt tölum ILGA-Europe. Það er ólíðandi. Ég mun taka þátt í atriði Samtakanna '78 í gleðigöngunni þetta árið þar sem vakin verður athygli á stöðu Íslands samanborið við önnur lönd. Ég vona að þetta muni vekja okkur til vitundar og verða til þess að við gyrðum okkur í brók og krefjumst þess að allt hinsegin fólk á Íslandi búi við borgaraleg réttindi.“Reglulega barngerð Sem fötluð kona upplifir Embla það reglulega að vera barngerð og ekki treyst til þess að taka ábyrgð á eigin lífi. „Þessu fylgir gjarnan sú hugmynd að ég sé ekki kynvera, í raun kynlaus, og ófær um að hafa kynhneigð. Ég fann það þegar ég kom út úr skápnum að fólk efaðist um hæfni mína til að þekkja eigin kynhneigð og sumum þótti óþægilegt að ég væri að gefa til kynna að ég væri kynvera. Ég finn það stundum enn í dag að fólk horfir einkennilega á mig þegar ég leiði eða kyssi kærustuna mína á almannafæri en ég veit auðvitað ekki hvort það er að horfa vegna þess að ég er samkynhneigð, fötluð eða hvort tveggja,“ segir Embla og heldur áfram: „Einnig er sjaldan gert ráð fyrir því að fólk geti bæði verið fatlað og hinsegin því yfirleitt er talað um okkur sem tvo aðskilda hópa. Félagsleg staða okkar á Íslandi er t.d. þannig að eini opinberi hinsegin skemmtistaðurinn er óaðgengilegur mörgu fötluðu fólki sem hefur áhrif á möguleika okkar til þess að kynnast fólki og taka þátt í hluta af menningu hinsegin fólks.“
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira