Kínverjar hvetja til stillingar á meðan Trump heldur hótunum áfram Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2017 07:59 Trump slær úr og í um möguleikann á hernaðaraðgerðum gegn Norður-Kóreu. Vísir/AFP Norður-Kóreumenn mega eiga von á „miklum vandræðum“ ráðist þeir að Gvam. Þetta segir Donald Trump Bandaríkjaforseti á sama tíma og Xi Jinping forseti kallar eftir að „viðeigandi aðilar“ sýni stillingu og forðist að auka spennuna. Hótanir hafa gengið á víxl á milli norður-kóreskra stjórnvalda og Trump síðustu daga eftir að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna útlagaríkisins. Trump virtist meðal annars hóta Norður-Kóreumönnum kjarnorkuárás þegar hann talaði um að hann myndi láta rigna yfir þá eldi og brennisteini sem heimsbyggðin hefði aldrei orðið vitni að áður. Norður-Kóreumenn hafa á móti hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Bandaríkjaforseti endurtók hótanir sínar við blaðamenn á golfvelli sínum í New Jersey þar sem Trump er í fríi í gær. Taldi forsetinn að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi, yrði „mjög öruggt, trúið mér“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þá sagði Trump að bandarísk stjórnvöld gætu lagt frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu, „eins harðar og þær verða“.Til stóð að Xi Jinping, forseti Kína, ræddi við Trump í síma í gærkvöldi.Vísir/AFPRangt að fara fram með gífuryrðumXi Jinping, forseti Kína, hefur hvatt til stillingar og segir að það sé í hag bæði Kínverja og Bandaríkjamanna að Kóreuskaginn verði afkjarnavopnavæddur. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tók í svipaðan streng í gær og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir enga hernaðarlausn vera á ástandinu í Norður-Kóreu. Það væri röng leið að fara fram með gífuryrðum.Sagði engan „elska“ friðsamlega lausn eins og hannTrump virtist þó ekki útiloka möguleikann á viðræðum við Norður-Kóreumenn. „Enginn elskar friðsamlega lausn meira en Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Trump um sjálfan sig í þriðju persónu en varaði jafnframt við að lausnin gæti orðið „slæm“.Washington Post segir að þegar blaðamaður spurði forsetann hvort hann væri að íhuga stríð við Norður-Kóreu svaraði Trump: „Ég held að þú viti svarið við því“. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Stjórnvöld í Kreml hafa áhyggjur af stríðsæsingatali Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðarnefndu. Vonast þau til að skynsemin ráði för. 11. ágúst 2017 14:59 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Norður-Kóreumenn mega eiga von á „miklum vandræðum“ ráðist þeir að Gvam. Þetta segir Donald Trump Bandaríkjaforseti á sama tíma og Xi Jinping forseti kallar eftir að „viðeigandi aðilar“ sýni stillingu og forðist að auka spennuna. Hótanir hafa gengið á víxl á milli norður-kóreskra stjórnvalda og Trump síðustu daga eftir að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna útlagaríkisins. Trump virtist meðal annars hóta Norður-Kóreumönnum kjarnorkuárás þegar hann talaði um að hann myndi láta rigna yfir þá eldi og brennisteini sem heimsbyggðin hefði aldrei orðið vitni að áður. Norður-Kóreumenn hafa á móti hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Bandaríkjaforseti endurtók hótanir sínar við blaðamenn á golfvelli sínum í New Jersey þar sem Trump er í fríi í gær. Taldi forsetinn að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi, yrði „mjög öruggt, trúið mér“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þá sagði Trump að bandarísk stjórnvöld gætu lagt frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu, „eins harðar og þær verða“.Til stóð að Xi Jinping, forseti Kína, ræddi við Trump í síma í gærkvöldi.Vísir/AFPRangt að fara fram með gífuryrðumXi Jinping, forseti Kína, hefur hvatt til stillingar og segir að það sé í hag bæði Kínverja og Bandaríkjamanna að Kóreuskaginn verði afkjarnavopnavæddur. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tók í svipaðan streng í gær og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir enga hernaðarlausn vera á ástandinu í Norður-Kóreu. Það væri röng leið að fara fram með gífuryrðum.Sagði engan „elska“ friðsamlega lausn eins og hannTrump virtist þó ekki útiloka möguleikann á viðræðum við Norður-Kóreumenn. „Enginn elskar friðsamlega lausn meira en Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Trump um sjálfan sig í þriðju persónu en varaði jafnframt við að lausnin gæti orðið „slæm“.Washington Post segir að þegar blaðamaður spurði forsetann hvort hann væri að íhuga stríð við Norður-Kóreu svaraði Trump: „Ég held að þú viti svarið við því“.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Stjórnvöld í Kreml hafa áhyggjur af stríðsæsingatali Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðarnefndu. Vonast þau til að skynsemin ráði för. 11. ágúst 2017 14:59 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50
Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Stjórnvöld í Kreml hafa áhyggjur af stríðsæsingatali Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðarnefndu. Vonast þau til að skynsemin ráði för. 11. ágúst 2017 14:59