Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2017 13:25 Trump gerði lítið úr gagnrýni á hótanir sínar þegar blaðamenn spurðu hann um þær í gær. Sagðist hann þvert á móti hafa tekið of vægt til orða. Vísir/AFP Bandaríkjaforesti heldur áfram að kynda undir ófrið við norður-kóresk stjórnvöld. Í nýju tísti segir hann hernaðarlausnir tilbúnar og „læstar og hlaðnar“ ef Kim Jong-un hegði sér óskynsamlega. Washington Post greinir frá. Stóryrði hafa gengið á milli norður-kóreskra stjórnvalda og Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn þeim fyrrnefndu vegna eldflaugatilrauna þeirra. Trump virtist þannig hóta Norður-Kóreu kjarnavopnaárás á þriðjudag þegar hann sagði „eld og heift“ munu rigna yfir landið sem heimsbyggðin hafi aldrei orðið vitni að áður héldu leiðtogar þess áfram að hóta Bandaríkjunum. Norður-Kóreumenn svöruðu með því að hóta að skjóta flugskeytum að Kyrrahafseyjunni Gvam. Í gær bætti Trump enn í þegar hann sagði blaðamönnum að hann hefði ef til vill ekki gengið nógu langt með fyrri yfirlýsingum sínum um „eld og heift“. Sagði hann hlutir myndu koma fyrir Norður-Kóreumenn sem þeir hefðu „aldrei getað ímyndað sér að væru mögulegir“ ráðist þeir á Bandaríkin eða bandamenn þeirra. „Hernaðarlausnir eru nú að fullu til staðar, læstar og hlaðnar, skyldi Norður-Kórea haga sér óskynsamlega. Vonandi finnur Kim Jong-un aðra leið!“ tísti forsetinn svo í dag.Military solutions are now fully in place,locked and loaded,should North Korea act unwisely. Hopefully Kim Jong Un will find another path!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 11, 2017 Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna gerir lítið úr ógn af Norður-Kóreu Engin breyting hefur orðið á ástandi mála á Kóreuskaga þrátt fyrir orðaskak Donalds Trump og stjórnvalda í Norður-Kóreu. Trump hefur verið sakaður um að hóta kjarnorkustríði. 9. ágúst 2017 14:03 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Bandaríkjaforesti heldur áfram að kynda undir ófrið við norður-kóresk stjórnvöld. Í nýju tísti segir hann hernaðarlausnir tilbúnar og „læstar og hlaðnar“ ef Kim Jong-un hegði sér óskynsamlega. Washington Post greinir frá. Stóryrði hafa gengið á milli norður-kóreskra stjórnvalda og Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn þeim fyrrnefndu vegna eldflaugatilrauna þeirra. Trump virtist þannig hóta Norður-Kóreu kjarnavopnaárás á þriðjudag þegar hann sagði „eld og heift“ munu rigna yfir landið sem heimsbyggðin hafi aldrei orðið vitni að áður héldu leiðtogar þess áfram að hóta Bandaríkjunum. Norður-Kóreumenn svöruðu með því að hóta að skjóta flugskeytum að Kyrrahafseyjunni Gvam. Í gær bætti Trump enn í þegar hann sagði blaðamönnum að hann hefði ef til vill ekki gengið nógu langt með fyrri yfirlýsingum sínum um „eld og heift“. Sagði hann hlutir myndu koma fyrir Norður-Kóreumenn sem þeir hefðu „aldrei getað ímyndað sér að væru mögulegir“ ráðist þeir á Bandaríkin eða bandamenn þeirra. „Hernaðarlausnir eru nú að fullu til staðar, læstar og hlaðnar, skyldi Norður-Kórea haga sér óskynsamlega. Vonandi finnur Kim Jong-un aðra leið!“ tísti forsetinn svo í dag.Military solutions are now fully in place,locked and loaded,should North Korea act unwisely. Hopefully Kim Jong Un will find another path!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 11, 2017
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna gerir lítið úr ógn af Norður-Kóreu Engin breyting hefur orðið á ástandi mála á Kóreuskaga þrátt fyrir orðaskak Donalds Trump og stjórnvalda í Norður-Kóreu. Trump hefur verið sakaður um að hóta kjarnorkustríði. 9. ágúst 2017 14:03 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50
Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00
Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna gerir lítið úr ógn af Norður-Kóreu Engin breyting hefur orðið á ástandi mála á Kóreuskaga þrátt fyrir orðaskak Donalds Trump og stjórnvalda í Norður-Kóreu. Trump hefur verið sakaður um að hóta kjarnorkustríði. 9. ágúst 2017 14:03