Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í dag þegar liðið hefur leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kazan í Rússlandi.
Íslensku strákarnir mæta Þjóðverjum í fyrsta leik mótsins en hann hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma.
Jón Arnór er að glíma við nárameiðsli og spilaði bara annan leikinn á móti Belgíu á dögunum.
Íslenska liðið mætti til Kazan aðfararnótt fimmtudags og fór dagurinn í gær í æfingar og strákarnir komu sér fyrir.
Fjórtán leikmenn fóru með til Rússlands og verða hinir þrettán á skýrslu í leiknum í dag.
Leikmannahópur Íslands í leiknum í dag:
Bakverðir
1 - Martin Hermannsson
3 - Ægir Þór Steinarsson
10 - Elvar Már Friðriksson
12 - Sigtryggur Arnar Björnsson
13 - Hörður Axel Vilhjálmsson
14 - Logi Gunnarsson
88 - Brynjar Þór Björnsson
Framherjar
6 - Kristófer Acox
15 - Pavel Ermolinskij
21 - Ólafur Ólafsson
24 - Haukur Helgi Pálsson
Miðherjar
8 - Hlynur Bæringsson
34 - Tryggvi Snær Hlinason
