Innlent

Lítil rúta útaf veginum vestan Ingólfsfjalls

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Töluverður viðbúnaður var á vettvangi en betur fór en á horfðist.
Töluverður viðbúnaður var á vettvangi en betur fór en á horfðist. Brunavarnir Árnessýslu
Betur fór en á horfðist þegar lítil rúta með erlendum ferðamönnum fór útaf Suðurlandsvegi rétt vestan við Ingólfsfjall á ellefta tímanum í kvöld. 

Rútan utan vegar á Suðurlandsvegi.Brunavarnir Árnessýslu
Nokkrir ferðamenn voru um borð og var töluverður viðbúnaður um tíma á slysstað.

Enginn farþeganna slasaðist en þeir munu allir hafa verið í beltum að því er fram kemur á Mbl.is.

Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Rútan skemmdist lítillega en hópurinn var á leiðinni áleiðis til Reykjavíkur þegar slysið varð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×