Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 19:08 Í fréttum okkar í gær var sagt frá manneklu á leikskólum borgarinnar en ráða þarf í 132 stöðugildi fyrir haustið. Ástandið er víða svo slæmt að ekki er hægt að taka á móti börnum sem eiga að hefja leikskólavist í ágúst. Leikskólastjóri á Jörfa hefur til að mynda varað foreldra við því að segja upp plássi hjá dagforeldrum fyrr en ástandið batnar. En það veit enginn hvenær sá tímapunktur kemur og formaður Félags dagforeldra í Reykjavík segir mikla óvissu ríkja. „Foreldrar fá ekki svar um hvenær barnið getur byrjað þannig að þeir vita ekki hvenær þeir geta sagt upp plássinu hjá dagforeldrum, sem veldur vandræðum því þá getum við ekki tekið börn sem eru á bið," segir Halldóra Björk Þórarinsdóttir, dagmamma. En margir foreldrar sögðu upp plássi hjá dagforeldrum eða ungbarnaleikskólum í vor. Þóra Björg Gígjudóttir gerði ráð fyrir að tveggja ára sonur hennar myndi byrja í leikskóla í þessari viku en svo fékk hún bréf frá leikskólastjóranum. „Við vitum ekki hvenær hann kemst inn, hvort hann komist inn yfir höfuð, ég held það vanti sjö starfsmenn og tvo deildarstjóra á leikskólann sem hann átti að fara á, og ástandið er bara mjög lélegt.“ Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir er í sömu stöðu og segir óvissuna fara illa í tveggja ára rútínubarnið hennar. „Síðan hefur þetta áhrif á okkur foreldrana og viðveru í starfi. Við höfum þurft að tala við vinnuveitendur okkar um sveigjanleika í haust þar til lausn finnst á þessu máli.“ Borgaryfirvöld hafa boðað lækkun leikskólagjalda og opnun ungbarnadeilda. En það finnst foreldrunum varla lausn á manneklunni. „Fyrst og fremst finnst mér þurfa að bæta kjör leikskólakennara. Þeir þurfa mannsæmandi laun og að aðstaða á leikskólum sé betri. Það er stanslaus mannekla og óvissuástand hjá kennurunum og mér finnst ekkert skrýtið að enginn vilji koma og vinna á leikskólunum," segir Þóra Björg. Ingibjörg tekur í sama streng. „Það er frábært faglegt starf unnið á leikskólunum og við þurfum að hlúa vel að þessu frábæra starfsfólki sem þar er og sömuleiðis laða að nýtt og menntað starfsfólk inn á leikskólana. Ég held það sé mikilvægt að ræða hvernig viljum við hafa leikskólana og aðbúnað barna í samfélaginu í dag,“ segir hún. Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira
Í fréttum okkar í gær var sagt frá manneklu á leikskólum borgarinnar en ráða þarf í 132 stöðugildi fyrir haustið. Ástandið er víða svo slæmt að ekki er hægt að taka á móti börnum sem eiga að hefja leikskólavist í ágúst. Leikskólastjóri á Jörfa hefur til að mynda varað foreldra við því að segja upp plássi hjá dagforeldrum fyrr en ástandið batnar. En það veit enginn hvenær sá tímapunktur kemur og formaður Félags dagforeldra í Reykjavík segir mikla óvissu ríkja. „Foreldrar fá ekki svar um hvenær barnið getur byrjað þannig að þeir vita ekki hvenær þeir geta sagt upp plássinu hjá dagforeldrum, sem veldur vandræðum því þá getum við ekki tekið börn sem eru á bið," segir Halldóra Björk Þórarinsdóttir, dagmamma. En margir foreldrar sögðu upp plássi hjá dagforeldrum eða ungbarnaleikskólum í vor. Þóra Björg Gígjudóttir gerði ráð fyrir að tveggja ára sonur hennar myndi byrja í leikskóla í þessari viku en svo fékk hún bréf frá leikskólastjóranum. „Við vitum ekki hvenær hann kemst inn, hvort hann komist inn yfir höfuð, ég held það vanti sjö starfsmenn og tvo deildarstjóra á leikskólann sem hann átti að fara á, og ástandið er bara mjög lélegt.“ Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir er í sömu stöðu og segir óvissuna fara illa í tveggja ára rútínubarnið hennar. „Síðan hefur þetta áhrif á okkur foreldrana og viðveru í starfi. Við höfum þurft að tala við vinnuveitendur okkar um sveigjanleika í haust þar til lausn finnst á þessu máli.“ Borgaryfirvöld hafa boðað lækkun leikskólagjalda og opnun ungbarnadeilda. En það finnst foreldrunum varla lausn á manneklunni. „Fyrst og fremst finnst mér þurfa að bæta kjör leikskólakennara. Þeir þurfa mannsæmandi laun og að aðstaða á leikskólum sé betri. Það er stanslaus mannekla og óvissuástand hjá kennurunum og mér finnst ekkert skrýtið að enginn vilji koma og vinna á leikskólunum," segir Þóra Björg. Ingibjörg tekur í sama streng. „Það er frábært faglegt starf unnið á leikskólunum og við þurfum að hlúa vel að þessu frábæra starfsfólki sem þar er og sömuleiðis laða að nýtt og menntað starfsfólk inn á leikskólana. Ég held það sé mikilvægt að ræða hvernig viljum við hafa leikskólana og aðbúnað barna í samfélaginu í dag,“ segir hún.
Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira