Elvar Már Friðriksson er mættur á sitt fyrsta Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu. Hann ræddi við Arnar Björnsson eftir æfingu liðsins í Helsinki í dag.
„Maður er orðinn gríðarlega spenntur að spila leiki. Þetta eru stærstu leikir sem ég hef spilað á ævinni þannig að ég get eiginlega ekki beðið,“ sagði Elvar.
„Það er góð stemmning í mannskapnum og við erum mjög einbeittir. Það er hugur í mönnum og við ætlum að gera vel á þessu móti.“
Elvar segist vera klár í slaginn fyrir átökin á EM.
„Ég er í mjög góðu standi, hef æft vel í sumar og átti mjög góðan vetur þannig að ég ætti að geta barist við þessa kalla,“ sagði Elvar sem spilar með Barry háskólanum í Bandaríkjunum.
Elvar segir að eldri og reyndari mennirnir í landsliðinu taki honum vel.
„Við tengjumst vel. Ég hef verið í kringum þá síðan ég var lítill. Pabbi [Friðrik Ragnarsson] þjálfaði einhverja af þeim og nú fæ ég að spila með þeim. Ég hef þekkt þá lengi og þeir taka mér rosalega vel,“ sagði Elvar.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Elvar: Pabbi þjálfaði nokkra af þessum eldri
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn