Magnús í sex mánaða nálgunarbann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 15:15 Hanna Kristín þakkar samfélaginu og lögmanni sínum fyrir að lögreglan samþykkti nálgunarbannið. Hanna Kristín Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. Lögreglan hafði þann 26. júlí síðastliðinn synjað beiðni Hönnu Kristínar um að Magnús skyldi sæta nálgunarbanni en Hanna kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Sú kæra fellur nú niður þar sem lögreglan rannsakaði málið frekar og tók afstöðu til þess á ný. Samkvæmt upplýsingum frá Arnari Þór Stefánssyni, lögmanni Hönnu Kristínar, var nálgunarbannið samþykkt síðastliðinn föstudag. Það er sex mánaða langt og felst í því bann við því að nálgast Hönnu Kristínu sem og bann við öllum samskiptum við hana, hvort sem er í gegnum síma, samfélagsmiðla eða textaskilaboð. Arnar Þór segir að Héraðsdómur Reykjavíkur muni á morgun taka afstöðu til ákvörðunar lögreglustjórans og annað hvort staðfesta eða synja henni.Hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi bæði á Íslandi og í BandaríkjunumFacebook-færsla Hönnu Kristínar vakti mikla athygli í liðinni viku en þar spurði hún hvað þyrfti til að hún fengi nálgunarbann á Magnús. Hanna hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, nú síðast í sumar þegar Magnús bar fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrnefnt heimilisofbeldi. Þá birti Hanna myndir af áverkum sem hann hafði veitt henni. Í Facebook-færslu sinni sagði Hanna Kristín Magnús sitja um sig og að hann setti sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins. Þá komi hann að heimili hennar til að athuga hvort hún væri heima og sagði Hanna að áreitinu linnti aldrei. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi fyrir brot gegn Hönnu en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain,“ það er samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um er að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem ekkert er gert í bili en brjóti Magnús aftur af sér innan ákveðins tíma verður mál hans tekið upp að nýju.Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur verið kærður fyrir heimilisofbeldi á Íslandi og í Bandaríkjunum.Vísir/HörðurSegir ákvörðun lögreglustjórans koma sér á óvart Í samtali við Vísi segir Magnús að ákvörðun lögreglustjórans komi sér verulega á óvart. Hann og Hanna hafi átt í „vingjarnlegum og góðum samskiptum allt þar til síðastliðinn þriðjudag eða miðvikudag.“ „Ef samskiptasagan er skoðuð aftur í tímann þá sést að við eigum í löngum og miklum samskiptum og það var allt í góðu á milli okkar þar til ekki fyrir löngu síðan. Þetta er hið sorglegasta mál,“ segir Magnús og bætir við að þegar hann hafi farið í sumarbústað eina helgi í júní hafi hann verið með 30 ólesin skilaboð og 20 ósvöruð símtöl frá Hönnu. Krafa lögreglustjórans um nálgunarbannið verður eins og áður segir tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Lögreglumál Tengdar fréttir Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Magnús Jónsson sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og á Íslandi fyrir heimilisofbeldi. 30. maí 2017 10:30 Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. Lögreglan hafði þann 26. júlí síðastliðinn synjað beiðni Hönnu Kristínar um að Magnús skyldi sæta nálgunarbanni en Hanna kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Sú kæra fellur nú niður þar sem lögreglan rannsakaði málið frekar og tók afstöðu til þess á ný. Samkvæmt upplýsingum frá Arnari Þór Stefánssyni, lögmanni Hönnu Kristínar, var nálgunarbannið samþykkt síðastliðinn föstudag. Það er sex mánaða langt og felst í því bann við því að nálgast Hönnu Kristínu sem og bann við öllum samskiptum við hana, hvort sem er í gegnum síma, samfélagsmiðla eða textaskilaboð. Arnar Þór segir að Héraðsdómur Reykjavíkur muni á morgun taka afstöðu til ákvörðunar lögreglustjórans og annað hvort staðfesta eða synja henni.Hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi bæði á Íslandi og í BandaríkjunumFacebook-færsla Hönnu Kristínar vakti mikla athygli í liðinni viku en þar spurði hún hvað þyrfti til að hún fengi nálgunarbann á Magnús. Hanna hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, nú síðast í sumar þegar Magnús bar fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrnefnt heimilisofbeldi. Þá birti Hanna myndir af áverkum sem hann hafði veitt henni. Í Facebook-færslu sinni sagði Hanna Kristín Magnús sitja um sig og að hann setti sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins. Þá komi hann að heimili hennar til að athuga hvort hún væri heima og sagði Hanna að áreitinu linnti aldrei. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi fyrir brot gegn Hönnu en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain,“ það er samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um er að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem ekkert er gert í bili en brjóti Magnús aftur af sér innan ákveðins tíma verður mál hans tekið upp að nýju.Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur verið kærður fyrir heimilisofbeldi á Íslandi og í Bandaríkjunum.Vísir/HörðurSegir ákvörðun lögreglustjórans koma sér á óvart Í samtali við Vísi segir Magnús að ákvörðun lögreglustjórans komi sér verulega á óvart. Hann og Hanna hafi átt í „vingjarnlegum og góðum samskiptum allt þar til síðastliðinn þriðjudag eða miðvikudag.“ „Ef samskiptasagan er skoðuð aftur í tímann þá sést að við eigum í löngum og miklum samskiptum og það var allt í góðu á milli okkar þar til ekki fyrir löngu síðan. Þetta er hið sorglegasta mál,“ segir Magnús og bætir við að þegar hann hafi farið í sumarbústað eina helgi í júní hafi hann verið með 30 ólesin skilaboð og 20 ósvöruð símtöl frá Hönnu. Krafa lögreglustjórans um nálgunarbannið verður eins og áður segir tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.
Lögreglumál Tengdar fréttir Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Magnús Jónsson sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og á Íslandi fyrir heimilisofbeldi. 30. maí 2017 10:30 Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Magnús Jónsson sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og á Íslandi fyrir heimilisofbeldi. 30. maí 2017 10:30
Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00