Erlent

Árásarmaðurinn í Turku laug til um nafn og aldur

Atli Ísleifsson skrifar
Abderrahman Bouanane hefur verið á sjúkrahúsi undir eftirliti lögreglu þar sem hann var skotinn í fótinn við handtöku.
Abderrahman Bouanane hefur verið á sjúkrahúsi undir eftirliti lögreglu þar sem hann var skotinn í fótinn við handtöku. Vísir/AFP
Dómstóll í Finnlandi segir að maðurinn sem grunaður er um hryðjuverkaárásina í finnsku borginni Turku fyrir rúmri viku heiti í raun Abderrahman Bouanane og er 22 ára gamall. Bouanane hafði áður gefið upp annað nafn.

Sá grunaði er marokkóskur ríkisborgari og fæddur í október 1994. Áður hafði hann haldið því fram að hann héti Abderrahman Mechkah og væri átján ára gamall. Finnskir fjölmiðlar segja að hægt hafi verið að komast að raunverulegu nafni mannsins í gegnum alþjóðlegt lögreglusamstarf.

Bouanane er grunaður um að hafa drepið tvo með hníf og gert tilraun til að drepa átta manns til viðbótar. Árásirnar áttu sér stað á markaðstorginu í miðborg Turku föstudaginn 18. ágúst.

Lögregla í Finnlandi er nú með fjóra í haldi vegna gruns um að tengjast árásinni.

Þetta er í fyrsta sinn sem árás er rannsökuð sem hryðjuverkaárás í Finnlandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×