Innlent

Gullfalleg Herðubreið í nýju drónamyndbandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nafnarnir Tómas og Tómas Ari stóðust ekki mátið og tjölduðu ofan í gíg Herðubreiðar. Með þetta hálffrosna gígvatn er tjaldstæðið án efa með þeim flottustu á Íslandi segir Tómas Guðbjartsson.
Nafnarnir Tómas og Tómas Ari stóðust ekki mátið og tjölduðu ofan í gíg Herðubreiðar. Með þetta hálffrosna gígvatn er tjaldstæðið án efa með þeim flottustu á Íslandi segir Tómas Guðbjartsson. Ólafur Már Björnsson
Óhætt er að segja að allar bestu hliðar Herðubreiðar hafi sést þegar 37 manna hópur frá Ferðafélagi Íslands gekk á toppinn í lok júlí. Veðrið var einstakt og skyggnið eftir því að sögn Tómasar Guðbjartssonar, skurðlæknis og náttúruunnanda.

Í nýju myndbandi sem Ólafur Már Björnsson, hirðljósmyndari FÍ og FÍFI, má sjá hópinn leggja á fjallið þennan dýrðardag. Auk Ólafs og Tómasar leiddu þeir Skúli Júlíusson, Sigurður Sveinsson og Sigtryggur Ari Jóhannesson gönguna.

Tómas segir frá göngunni á Facebook þar sem hann birtir myndbandið. Þetta er í 21. skiptið sem Tómas fer alla leið á toppinn og segir hann að gígurinn með blágrænu vatni og sprungnum fljótandi ísjaka hafi aldrei verið tilkomumeiri. Þá slógu þeir Tómas Andri Ólafsson upp tjaldi, bæði á toppnum og gígnum.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

 

FÍFL - Herðubreið 4K 2017 from Olafur Mar Bjornsson on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×