Er Wenger loksins komin á endastöð? Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2017 06:00 Arsene Wenger. vísir/getty Frammistaða Arsenal-manna í gær á Anfield er sennilega ein sú slakasta sem Arsenal hefur sýnt undir Arsene Wenger á þeim 21. árum sen hann hefur stýrt Lundúnarliðinu. Aðeins nokkrir mánuðir eru síðan Liverpool rétt hafði Meistaradeildarsæti af Arsenal í lokaumferðinni með eins stigs mun en leikur gærdagsins var leikur kattarins að músinni. „Úrslitin endurspegluðu frammistöðuna. Þetta var hrikalegt, við urðum undir á öllum sviðum og þegar litið er til baka gerðum við þeim auðvelt fyrir,“ sagði Wenger niðurlútur að leikslokum.Undarlegt liðsval Wenger styrkti liðið á báðum endum vallarins í sumar, fékk til sín öflugan bakvörð ásamt heitasta framherja frönsku deildarinnar undanfarin ár í Alexandre Lacazette. Var þeim ætlað að skjóta liðinu aftur inn í Meistaradeildina og aftur í baráttu um toppsæti. Þeir tóku sér hins vegar báðir sæti á bekknum í gær þrátt fyrir fínar frammistöður fyrstu vikurnar. Þess í stað kallaði hann á gamalkunnug nöfn, Alexis Sanchez lék fyrsta leik sinn á tímabilinu og virtist ekki í stakk búinn til að koma inn og gera útslagið í stórleik sem þessum. „Ég er vonsvikinn yfir því hvernig strákarnir spiluðu þennan leik en það þýðir ekki að gleyma sér í svekkelsinu. Við höfum yfirleitt leikið vel í stórleikjum eins og þessum og núna munum við nýta fríið á meðan landsleikjahléið er til þess að finna út hvað það var sem fór svona úrskeiðis.“Hvert er framhaldið? Framundan er tæplega tveggja vikna frí áður en liðið mætir stigalausum Bournemouth-mönnum á heimavelli þar sem Skytturnar ættu ef allt er eðlilegt að komast aftur á sigurbraut. Það eru hinsvegar stór spurningarmerki þegar litið er yfir leikmannahóp liðsins. Þegar stutt er eftir af félagsskiptaglugganum er ljóst að styrkja þarf leikmannahópinn á fleiri stöðum ef Arsenal ætlar að gera atlögu að toppnum á nýjan leik miðað við spilamennsku keppinautanna undanfarnar vikur. Wenger og stjórn Arsenal verða þar að auki að finna lausn á framhaldinu hjá eigin leikmönnum, lykilpóstar á borð við Alexis Sanchez og Mesut Özil ásamt Alex Oxlade-Chamberlain og Shkodran Mustafi eru allir þrálátlega orðaðir við önnur félög þessa dagana.Mesut Özil svekktur í leikslok.Vísir/GettySamningsstaða Sanchez, Chamberlain og Özil sem eiga aðeins ár eftir af samningi sínum þýðir að lausn verður að finnast á þeirra málum sem fyrst en þeir virtust vera hálf áhugalausir í leik gærdagsins. Gæti því farið svo að nóg verði að gera hjá Arsenal á næstu dögum við að styrkja liðið til að halda í við toppliðin en fyrst þurfa þeir að leysa vandamálin innanbúðar áður en áfram er haldið. Þrátt fyrir það er Wenger brattur þegar litið er á framhaldið. „ Sjálfstraustið minnkar þegar þú tapar leikjum eins og þessum en við verðum að halda trúnni og einbeitingunni. Eina leiðin okkar til að svara er að mæta í næsta leik og svara fyrir þetta.“Wenger í sviðsljósinu Wenger sem var dýrkaður og dáður fyrstu árin af stuðningsmönnum Arsenal er enn og aftur kominn í sviðsljósið í upphafi ársins. Tveggja ára framlengingin á samningi hans síðasta sumar vakti misjafna lukku hjá stuðningsmönnum liðsins og mun frammistaða eins og í gær ekki vinna marga á sitt band og setur bara meiri pressu á hann. „Það kenna eflaust margir stuðningsmenn mér um vandamál liðsins og ef ég er vandamálið þykir mér það leitt en við viljum stuðningsmenn sem styðja okkur í gegnum súrt og sætt,“ sagði Wenger. Enski boltinn Tengdar fréttir Sanchez vill rúmar 50 milljónir á viku Alexis Sanchez er sagður vilja fá 400 þúsund pund í vikulaun ef hann ætli að vera áfram hjá Arsenal. 26. ágúst 2017 12:00 Liverpool valtaði yfir Arsenal Liverpool valtaði yfir Arsenal 4-0 á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. ágúst 2017 16:45 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Frammistaða Arsenal-manna í gær á Anfield er sennilega ein sú slakasta sem Arsenal hefur sýnt undir Arsene Wenger á þeim 21. árum sen hann hefur stýrt Lundúnarliðinu. Aðeins nokkrir mánuðir eru síðan Liverpool rétt hafði Meistaradeildarsæti af Arsenal í lokaumferðinni með eins stigs mun en leikur gærdagsins var leikur kattarins að músinni. „Úrslitin endurspegluðu frammistöðuna. Þetta var hrikalegt, við urðum undir á öllum sviðum og þegar litið er til baka gerðum við þeim auðvelt fyrir,“ sagði Wenger niðurlútur að leikslokum.Undarlegt liðsval Wenger styrkti liðið á báðum endum vallarins í sumar, fékk til sín öflugan bakvörð ásamt heitasta framherja frönsku deildarinnar undanfarin ár í Alexandre Lacazette. Var þeim ætlað að skjóta liðinu aftur inn í Meistaradeildina og aftur í baráttu um toppsæti. Þeir tóku sér hins vegar báðir sæti á bekknum í gær þrátt fyrir fínar frammistöður fyrstu vikurnar. Þess í stað kallaði hann á gamalkunnug nöfn, Alexis Sanchez lék fyrsta leik sinn á tímabilinu og virtist ekki í stakk búinn til að koma inn og gera útslagið í stórleik sem þessum. „Ég er vonsvikinn yfir því hvernig strákarnir spiluðu þennan leik en það þýðir ekki að gleyma sér í svekkelsinu. Við höfum yfirleitt leikið vel í stórleikjum eins og þessum og núna munum við nýta fríið á meðan landsleikjahléið er til þess að finna út hvað það var sem fór svona úrskeiðis.“Hvert er framhaldið? Framundan er tæplega tveggja vikna frí áður en liðið mætir stigalausum Bournemouth-mönnum á heimavelli þar sem Skytturnar ættu ef allt er eðlilegt að komast aftur á sigurbraut. Það eru hinsvegar stór spurningarmerki þegar litið er yfir leikmannahóp liðsins. Þegar stutt er eftir af félagsskiptaglugganum er ljóst að styrkja þarf leikmannahópinn á fleiri stöðum ef Arsenal ætlar að gera atlögu að toppnum á nýjan leik miðað við spilamennsku keppinautanna undanfarnar vikur. Wenger og stjórn Arsenal verða þar að auki að finna lausn á framhaldinu hjá eigin leikmönnum, lykilpóstar á borð við Alexis Sanchez og Mesut Özil ásamt Alex Oxlade-Chamberlain og Shkodran Mustafi eru allir þrálátlega orðaðir við önnur félög þessa dagana.Mesut Özil svekktur í leikslok.Vísir/GettySamningsstaða Sanchez, Chamberlain og Özil sem eiga aðeins ár eftir af samningi sínum þýðir að lausn verður að finnast á þeirra málum sem fyrst en þeir virtust vera hálf áhugalausir í leik gærdagsins. Gæti því farið svo að nóg verði að gera hjá Arsenal á næstu dögum við að styrkja liðið til að halda í við toppliðin en fyrst þurfa þeir að leysa vandamálin innanbúðar áður en áfram er haldið. Þrátt fyrir það er Wenger brattur þegar litið er á framhaldið. „ Sjálfstraustið minnkar þegar þú tapar leikjum eins og þessum en við verðum að halda trúnni og einbeitingunni. Eina leiðin okkar til að svara er að mæta í næsta leik og svara fyrir þetta.“Wenger í sviðsljósinu Wenger sem var dýrkaður og dáður fyrstu árin af stuðningsmönnum Arsenal er enn og aftur kominn í sviðsljósið í upphafi ársins. Tveggja ára framlengingin á samningi hans síðasta sumar vakti misjafna lukku hjá stuðningsmönnum liðsins og mun frammistaða eins og í gær ekki vinna marga á sitt band og setur bara meiri pressu á hann. „Það kenna eflaust margir stuðningsmenn mér um vandamál liðsins og ef ég er vandamálið þykir mér það leitt en við viljum stuðningsmenn sem styðja okkur í gegnum súrt og sætt,“ sagði Wenger.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sanchez vill rúmar 50 milljónir á viku Alexis Sanchez er sagður vilja fá 400 þúsund pund í vikulaun ef hann ætli að vera áfram hjá Arsenal. 26. ágúst 2017 12:00 Liverpool valtaði yfir Arsenal Liverpool valtaði yfir Arsenal 4-0 á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. ágúst 2017 16:45 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Sanchez vill rúmar 50 milljónir á viku Alexis Sanchez er sagður vilja fá 400 þúsund pund í vikulaun ef hann ætli að vera áfram hjá Arsenal. 26. ágúst 2017 12:00
Liverpool valtaði yfir Arsenal Liverpool valtaði yfir Arsenal 4-0 á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. ágúst 2017 16:45