Ísland hefur leik gegn Grikkjum þann 31. ágúst næst komandi en Ísland er í A-riðli með sterkum þjóðum á borð við Frakkland og Pólland.
Í kvöld birti Dominos gæsahúðarauglýsingu þar sem að leikmenn landsliðsins eru í aðalhlutverki ásamt mæðrum sínum.
Í auglýsingunni koma fram ómetanlegar þakkir frá strákunum til mæðra sinna, sem hafa stutt þá í blíðu og stríðu í gegnum körfuknattleiksferil þeirra allra.
Sjáðu auglýsinguna hér fyrir neðan.
Það er lykilatriði að hafa sterkt bakland. Strákarnir okkar eru tilbúnir fyrir #EuroBasket2017 #korfubolti pic.twitter.com/1i9eH1HdfC
— Domino's Pizza ÍSL (@DPISL) August 27, 2017