Stolið úr sjúkra- og lögreglubílum Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. ágúst 2017 07:00 Eftirlitsmyndavélar hafa löngu sannað gildi sitt í miðborginni, að mati lögreglunnar. Vísir/Daníel „Við erum að nýta þessar eftirlitsmyndavélar á hverjum einasta degi, líka á þessum stóru dögum eins og Gay Pride og Menningarnótt og í raun og veru um hverja helgi þegar tilkynnt er um atvik í miðborginni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að koma upp 40 eftirlitsmyndavélum á 31 stað í miðborg Reykjavíkur. Í janúar síðastliðnum voru aftur á móti myndavélar á 15 stöðum í miðborginni. Búist er við að myndavélunum fjölgi enn frekar og í ráði er að koma að minnsta kosti einni, jafnvel tveimur númeraplötumyndavélum upp. Slík myndavél skannar númer bílsins og lögreglan fær þá uppgefnar allar upplýsingar um ökutækið í rauntíma. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er mikill áhugi á uppsetningu sambærilegra myndavélakerfa í öðrum sveitarfélögum og er undirbúningur þess mislangt kominn. Nokkur sveitarfélög hafa þegar komið upp myndavélum. Samkomulag um slíkar myndavélar í Reykjavík felur í sér að Reykjavíkurborg kaupir myndavélarnar, Neyðarlínan sér um uppsetningu, viðhald þeirra og flutning merkis og lögreglan sér um vöktun og viðbragð. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn bendir á að myndir úr eftirlitsmyndavélum séu notaðar í rauntíma á meðan lögreglubílar eru á leiðinni á vettvang. „Þá eru myndavélar skoðaðar og reynt að ná mynd af atburðum og kannað hvort hlutirnir eru eins og tilkynnt er og reynt að ná myndum af gerendum og atburðum sjálfum,“ segir Ásgeir. Hann telur vélarnar hafa margsannað gildi sitt. „Bæði sem forvörn og svo hafa þær líka orðið til að upplýsa brot. Það er alveg klárt,“ segir hann. Ásgeir segir að myndavélarnar séu oft notaðar til að vakta lögreglubíla og bíla neyðaraðila þegar þær eru í notkun í miðbænum. „Það er nú þannig að menn hafa verið að krota á lögreglubíla og jafnvel að stela úr sjúkrabílum og þar fram eftir götunum. Við notum vélarnar til að vakta það. Eins líka þegar lögreglumenn eða neyðaraðilar eru að fara á vettvang, þá notum við myndavélarnar til að vakta í rauntíma til að fylgjast með að við séum með nægjanlegan mannskap og hvort þeim takist að leysa verkefnin án þess að fá liðsauka,“ segir hann. Þegar eftirlitsmyndavélar voru fyrst teknar í notkun, fyrir fáeinum áratugum, sættu þær gagnrýni þar sem þær þóttu skerða friðhelgi einkalífs. Ásgeir segir viðhorfið hafa breyst. „Fólk er orðið vant því að það séu myndavélar allstaðar og það eru myndavélar allstaðar í farsímum, í flestum verslunum sem fólk kemur inn er það í mynd þannig að ég held að fólk sé farið að horfa meira á þetta sem öryggisatriði heldur en að þetta sé takmörkun á persónufrelsi,“ segir hann. Þá skipti líka miklu máli að hafa í huga að einungis lögreglan hefur aðgang að myndefninu. Hann telur líkur á því að myndavélunum verði fjölgað enn frekar. „Við eigum eftir að taka lokaúttekt á því hvort við séum með nægjanlega margar vélar til að sjá þau svæði sem við erum að reyna að vakta eða hvort það eru einhverjar gloppur eða eitthvað sem við verðum að bæta,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Við erum að nýta þessar eftirlitsmyndavélar á hverjum einasta degi, líka á þessum stóru dögum eins og Gay Pride og Menningarnótt og í raun og veru um hverja helgi þegar tilkynnt er um atvik í miðborginni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að koma upp 40 eftirlitsmyndavélum á 31 stað í miðborg Reykjavíkur. Í janúar síðastliðnum voru aftur á móti myndavélar á 15 stöðum í miðborginni. Búist er við að myndavélunum fjölgi enn frekar og í ráði er að koma að minnsta kosti einni, jafnvel tveimur númeraplötumyndavélum upp. Slík myndavél skannar númer bílsins og lögreglan fær þá uppgefnar allar upplýsingar um ökutækið í rauntíma. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er mikill áhugi á uppsetningu sambærilegra myndavélakerfa í öðrum sveitarfélögum og er undirbúningur þess mislangt kominn. Nokkur sveitarfélög hafa þegar komið upp myndavélum. Samkomulag um slíkar myndavélar í Reykjavík felur í sér að Reykjavíkurborg kaupir myndavélarnar, Neyðarlínan sér um uppsetningu, viðhald þeirra og flutning merkis og lögreglan sér um vöktun og viðbragð. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn bendir á að myndir úr eftirlitsmyndavélum séu notaðar í rauntíma á meðan lögreglubílar eru á leiðinni á vettvang. „Þá eru myndavélar skoðaðar og reynt að ná mynd af atburðum og kannað hvort hlutirnir eru eins og tilkynnt er og reynt að ná myndum af gerendum og atburðum sjálfum,“ segir Ásgeir. Hann telur vélarnar hafa margsannað gildi sitt. „Bæði sem forvörn og svo hafa þær líka orðið til að upplýsa brot. Það er alveg klárt,“ segir hann. Ásgeir segir að myndavélarnar séu oft notaðar til að vakta lögreglubíla og bíla neyðaraðila þegar þær eru í notkun í miðbænum. „Það er nú þannig að menn hafa verið að krota á lögreglubíla og jafnvel að stela úr sjúkrabílum og þar fram eftir götunum. Við notum vélarnar til að vakta það. Eins líka þegar lögreglumenn eða neyðaraðilar eru að fara á vettvang, þá notum við myndavélarnar til að vakta í rauntíma til að fylgjast með að við séum með nægjanlegan mannskap og hvort þeim takist að leysa verkefnin án þess að fá liðsauka,“ segir hann. Þegar eftirlitsmyndavélar voru fyrst teknar í notkun, fyrir fáeinum áratugum, sættu þær gagnrýni þar sem þær þóttu skerða friðhelgi einkalífs. Ásgeir segir viðhorfið hafa breyst. „Fólk er orðið vant því að það séu myndavélar allstaðar og það eru myndavélar allstaðar í farsímum, í flestum verslunum sem fólk kemur inn er það í mynd þannig að ég held að fólk sé farið að horfa meira á þetta sem öryggisatriði heldur en að þetta sé takmörkun á persónufrelsi,“ segir hann. Þá skipti líka miklu máli að hafa í huga að einungis lögreglan hefur aðgang að myndefninu. Hann telur líkur á því að myndavélunum verði fjölgað enn frekar. „Við eigum eftir að taka lokaúttekt á því hvort við séum með nægjanlega margar vélar til að sjá þau svæði sem við erum að reyna að vakta eða hvort það eru einhverjar gloppur eða eitthvað sem við verðum að bæta,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Lögreglumál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira